602. fundur

05.01.2021 17:00

602. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 5. janúar 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 30. desember 2020 (2020010002)

Forseti bar upp til sérstakrar samþykktar lið 1 frá fundi bæjarráðs 30. desember 2020.
„Breyting á 11. gr. í samþykkt um gatnagerðagjöld í Reykjanesbæ í samræmi við lög þar um.“ Forseti gaf orðið laust, enginn fundarmanna tók til máls.
Breyting á 11. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld var samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1299. fundur bæjarráðs 17. desember 2020
Fundargerð 1300. fundar bæjarráðs 30. desember 2020

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. desember 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 18. desember til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Birkiteigur 8 - Breyting á bílskúr í íbúðarými (2020120264) var samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Háholt 21- Viðbygging (2020120167) var samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Kirkjugarður Njarðvík (2019090660) var samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Borgarvegur 30 - breyting á bílskúr niðurstaða grenndarkynningar (2020090490) var samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Iðavellir 10a stækkun á byggingareit (2020110237) var samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 262. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. desember 2020

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 16. desember 2020 (2020010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 8 í fundargerð menningar- og atvinnuráðs frá 16. desember 2020:
„Á fundi menningar- og atvinnuráðs þann 16. desember sl. lagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu undir 8. lið um atvinnuþróunarstefnu að skoðað yrði og greint hvað þyrfti til að hugbúnaðar og/eða tæknifyrirtæki velji að byggja upp framtíðaraðsetur í Reykjanesbæ.“

Einnig lagði Baldur Þ. Guðmundsson (D) fram tillögu undir 12. lið fundargerðar menningar- og atvinnuráðs frá 16. desember 2020:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að ritun sögu Keflavíkur verði slegið á frest um eitt ár. Á fundi bæjarráðs þann 10. desember voru lagðar fram nokkrar viðbætur við fjárhagsáætlun og þar á meðal var framlag í umrætt verkefni. Fulltrúar minnihlutans ræddu þann möguleika að fresta ritverkinu og fékk það ekki hljómgrunn meirihlutans. Þar sem meirihlutinn í Reykjanesbæ og nú síðast hinn ópólitíski bæjarstjóri hafa fullyrt það í ræðu og riti að engar hagræðingartillögur hafi borist frá minnihlutanum í fjárhagsáætlanagerðinni er tillaga um að fresta ritun sögu Keflavíkur nú lögð fram.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Margrét Sanders bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Margrét Þórarinsdóttir.

Forseti gaf orðið laust um framlagða tillögu Sjálfstæðisflokks. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Guðbrandur Einarsson.

Forseti bar tillögu Sjálfstæðisflokks undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn 5 atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 16. fundar menningar- og atvinnuráðs 16. desember 2020

4. Fundargerð framtíðarnefndar 16. desember 2020 (2020010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 3 í fundargerð framtíðarnefndar frá 16. desember 2020:
„Umhverfisstefna Reykjanesbæjar hefur verið til umræðu hjá umhverfis- og skipulagsráði síðan í febrúar og í framtíðarnefnd síðan í maí 2020. Umhverfisstefnan var til umræðu í framtíðarnefnd á 9.,10.,11.,13., 14. og 15. fundi framtíðarnefndar þar sem skráð var í fundargerð hver næstu skref eiga að vera.
Umhverfis- og skipulagsráð hefur unnið að umhverfisstefnunni frá því í febrúar og hefur hún verið tekin fyrir á fjórum fundum þess ráðs auk sameiginlegs fundar með framtíðarnefnd. Ráðgjafar frá Circular Solutions hafa mætt nokkrum sinnum á fundi nefndanna.
Vegna ofangreinds þá spyrjum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og óskum eftir svörum á næsta bæjarstjórnarfundi:
1. Hver ber ábyrgð á gerð umhverfisstefnu Reykjanesbæjar?
2. Hvert er hlutverk ráðgjafa í þessu ferli?
3. Hver er heildarkostnaður sem greiddur var til ráðgjafa vegna umhverfisstefnu árið 2020 og hver er áætlaður kostnaður 2021?
4. Var gerður samningur við ráðgjafa vegna vinnu við umhverfisstefnu?
5. Hvenær er áætlað að vinnu við umhverfisstefnu ljúki?“

Margrét A. Sanders (D) lagði einnig fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að framtíðarnefnd verði lögð niður. Þessari hugmynd hefur verið haldið á lofti allt frá því að þær skipulagsbreytingar sem meirihlutinn stóð fyrir voru kynntar. Einnig var það kynnt í ræðum undirritaðra bæjarfulltrúa við undirbúning fjárhagsáætlunar. Með þessari bókun viljum við fylgja eftir okkar margræddu tillögu með formlegum hætti.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Margrét Sanders bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Forseti bar tillögu Sjálfstæðisflokks undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn 5 atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 15. fundar framtíðarnefndar 16. desember 2020

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 16. desember 2020 (2020010205)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 145.fundur ÍT 16.12.2020

6. Fundargerð barnaverndarnefndar 21. desember 2020 (2020010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls.

Fylgigögn:

Fundargerð 276. fundar barnaverndarnefndar 21. desember 2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00