608. fundur

06.04.2021 17:00

608. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. apríl 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 18., 25. og 31. mars 2021 (2021010002)

Annað mál 55. fundargerðar Brunavarna Suðurnesja bs., sem lögð var fram á bæjarráðsfundi 25. mars 2021, var tekið sérstaklega fyrir með eftirfarandi bókun:

„Reykjanesbær samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja b.s hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 110.000.000. til allt að 55 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Flugvöllum 29. í Reykjanesbæ, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Reykjanesbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Suðurnesja b.s. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Brunavörnum Suðurnesja b.s til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Reykjanesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

Heimildin samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1311. fundar bæjarráðs 18. mars 2021
Fundargerð 1312. fundar bæjarráðs 25. mars 2021
Fundargerð 1313. fundar bæjarráðs 31. mars 2021

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. mars 2021 (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 5. mars til sérstakrar samþykktar:

Annar liður fundargerðarinnar Borgarvegur 24 - Leiðrétting á lóðarmörkum (2020110238). Forseti lagði til að þessum lið verði vísað til frekari afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. Samþykkt 11-0.
Þriðji liður fundargerðarinnar Grænásbraut 501 - Deiliskipulag (2020110303) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Kirkjubraut 28 – Fyrirspurn (2021030341) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Kalmanstjörn - Starfsmannahús (2020100016) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Vatnsnesvegur 22 - Ný afstöðumynd (2020020019) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 267. fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 19. mars 2021

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 17. mars 2021 (2021010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 19. fundar menningar- og atvinnuráðs 17. mars 2021

4. Fundargerð framtíðarnefndar 17. mars 2021 (2021010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Styrmir Gauti Fjeldsted.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 18. fundar framtíðarnefndar 17. mars 2021

5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 18. mars 2021 (2021010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 250. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 18.03.2021

6. Fundargerð barnaverndarnefndar 22. mars 2021 (2021010570)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.

Fylgigögn:

Fundargerð 279. fundar barnaverndarnefndar 22. mars 2021

7. Menningarstefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2019051729)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson sem fylgdi menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025 úr hlaði.

Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.

Menningarstefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 20. apríl 2021. Samþykkt 11-0.

8. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2020021391)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson sem fór yfir meginatriði umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem nær til ársins 2035.

Til máls tóku Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Umhverfis- og loftlagsstefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 20. apríl 2021.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05.