612. fundur

01.06.2021 17:00

612. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 1. júní 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Eydís Hentze Pétursdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 20. og 27. maí 2021 (2021010002)

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs frá 27. maí 2021:

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir sig samþykka því staðarvali á nýrri heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík sem fram kemur í frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Bæjarstjórn skorar jafnframt á heilbrigðisráðherra að ganga án tafar til samninga við aðila um leigu á aðstöðu fyrir heilsugæslu til þess að unnt sé að leysa þann bráðavanda sem til staðar er í heilbrigðismálum á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á 610. fundi sínum þann 4. maí sl. áskorun til heilbrigðisráðherra um að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu sem allra fyrst og alls ekki seinna en 1. október 2021.

Skv. frumathugun sem nú liggur fyrir er ekki gert ráð fyrir að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar verði lokið fyrr en í fyrsta lagi 2026.

Það er að mati bæjarstjórnar algjörlega óviðunandi að íbúar Suðurnesja verði látnir bíða svo lengi eftir úrbótum sem skv. fyrirliggjandi frumathugun og áætlunum um íbúafjölgun duga þó ekki til.

Þá hvetur bæjarstjórn til þess að fram fari endurmat á Aðaltorgi í Reykjanesbæ sem framtíðarstað fyrir heilsugæslustöð þar sem horft verði til fyrirhugaðar uppbyggingar sem mun eiga sér stað á því svæði.

Til staðar er húsnæði sem áður var nýtt sem gistiheimili og getur með minniháttar breytingum hentað mjög vel sem aðstaða fyrir heilsugæslu. Unnið er að gerð svæðiskipulags fyrir flugvöllinn og sveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Þar mun Aðaltorg og svæðið þar í kring skipta miklu máli sem þjónustusvæði, bæði fyrir flugvöllinn og en ekki síður fyrir sveitarfélögin.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Gunnar Þórarinsson (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét A. Sanders (D), Styrmir Gauti Fjeldsted (S) og Eydís Hentze Pétursdóttir (S), Gunnar Felix Rúnarsson (M).

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét A. Sanders.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1320. fundur bæjarráðs 20. maí 2021
Fundargerð 1321. fundar bæjarráðs 27. maí 2021

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. maí 2021 (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 21. mars til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Brekkustígur 31 – uppskipting á lóð (2021050332) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Hringbraut 90 – svalir á bílskúrsþaki (2020050507) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Tjarnabraut 6 (2021050002) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Borgarvegur 24 – ósk um endurupptöku (2020110238) samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Hólagata 39 – niðurstaða grenndarkynningar (2021020379) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Sjótökuholur – framkvæmdaleyfi (2019051552) samþykktur 11-0 án umræðu.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 271. fundar umhverfis- og skipulagsráðs

3. Fundargerð framtíðarnefndar 19. maí 2021 (2021010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 20. fundar framtíðarnefndar 19. maí 2021

4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 19. maí 2021 (2021010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 21. fundar menningar- og atvinnuráðs 19. maí 2021

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 20. maí 2021 (2021010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 19. fundar lýðheilsuráðs 20. maí

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 25. maí 2021 (2021010006)

Forseti lagði til að áttunda mál fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. maí 2021 „Beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum“ verði vísað til frekari umræðu bæjarráðs 3. júní 2021. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 150. fundur íþrótta- og tómstundaráðs 25.05.2021

7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 27. maí 2021 (2021010009)

Forseti lagði til að fimmta mál fundargerðar stjórnar Reykjaneshafnar frá 27. maí 2021 „Suðurnesjabær“ verði vísað til frekari umræðu bæjarráðs 3. júní 2021. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 252. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 27.05.21

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10