613. fundur

15.06.2021 17:00

613. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 15. júní 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 10. júní 2021 (2021010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 10-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1322. fundar bæjarráðs 3. júní 2021
Fundargerð 1323. fundur bæjarráðs 10. júní 2021

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. júní 2021 (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 4. júní til sérstakrar samþykktar:

Sjöundi liður fundargerðarinnar Bolafótur 1 - niðurstaða grenndarkynningar (2019050630) samþykktur 10-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Furudalur 7 - breyting á byggingarreit (2021050352) samþykktur 10-0 án umræðu.
Margrét Þórarinsdóttir kom inn á fundinn.
Níundi liður fundargerðarinnar Faxabraut 74 – stækkun á bílskúr (2021050216) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Norðurtún 8 - fjölgun íbúða (2021060039) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Mardalur 2-4 - breyting á hæðarsetningu (2019080257) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tólfti liður fundargerðarinnar Skólavegur 7 – bílastæði (2021060049) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. júní 2021:

„Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ leggur til að hugmyndum sem koma fram í fundargerð varðandi breytingu á skipulagi frá Fitjabakka að Stekkjarkoti og Víkingarheimum, sérstaklega það er varðar færslu byggingarreits á lóð frá gömlu Steypustöðinni í átt að Njarðvíkurhöfn verði send strax til stjórnar Reykjaneshafnar til umsagnar vegna þeirra áhrifa sem breytingin gæti haft á atvinnuuppbyggingu tengda höfninni.“

Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 272. fundar umhverfis- og skipulagsráðs

3. Fundargerð fræðsluráðs 4. júní 2021 (2021010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Liður 2 í fundargerð fræðsluráðs frá 4. júní 2021:

„Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ fagnar því að akstur í íþróttir og tómstundir verði hafinn í ágúst fyrir 1.-4. bekk en leggur til að aksturinn verði fyrir öll börn í 1.-4. bekk en ekki einungis þau börn sem eru á frístundarheimilum.“

Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Tillagan bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks var dregin tilbaka.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 3 í fundargerð fræðsluráðs frá 4. júní 2021:

„Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ leggur til að kostnaðargreining fari fram samhliða því að skoðaður verði möguleiki á að semja við sjálfstætt starfandi aðila varðandi ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ, en þegar hafa nokkrir aðilar líst áhuga á að setja á stofna ungbarnaleikskóla í sveitarfélaginu. Grunnvinna og skýrslur fagfólks eru til fyrirmyndar og mikilvægt að bregðast við þeim vanda er snýr að úrræðum fyrir fjölskyldur frá lokum fæðingarorlofs til þess tíma sem barn fær leikskólapláss. Núverandi hugmyndir virðast að mestu halda í horfinu núverandi ástandi í þessum málaflokki enda hefur verið mikil fjölgun í sveitarfélaginu.“

Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 344. fundar fræðsluráðs 4. júní 2021

4. Fundargerð barnaverndarnefndar 9. júní 2021 (2021010570)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.

Fylgigögn:

Fundargerð 281. fundar barnaverndarnefndar 9. júní 2021

5. Fundargerð velferðarráðs 9. júní 2021 (2021010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 399. fundar velferðarráðs 9. júní 2021

6. Stefna og viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi – fyrri umræða (2021060152)

Til máls tók forseti og fylgdi stefnunni úr hlaði.

Stefnu og viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi vísað til síðari umræðu 24. ágúst nk. Samþykkt 11-0.

7. Kosningar til eins árs sbr. samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2021060217)

2.1. Forseti bæjarstjórnar sbr. 15. gr.
Guðbrandur Einarsson óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Guðbrand Einarsson (Y) sem forseta bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

2.2. 1. varaforseti. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og var hún sjálfkjörin.

2.3. 2. varaforseti. Uppástunga kom um Baldur Þóri Guðmundsson (D) og var hann sjálfkjörinn.

2.4. Tveir skrifarar og tveir til vara sbr. 16. gr.
Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Önnu Sigríði Jóhannesdóttur (D) og voru þau sjálfkjörin.
Varaskrifarar. Uppástunga kom um Díönu Hilmarsdóttur (B) og Baldur Þórir Guðmundsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

2.5. Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara sbr. 44. gr.
Uppástunga kom um aðalmenn: Friðjón Einarsson (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Guðbrandur Einarsson (Y), Margrét Ólöf A. Sanders (D) og Baldur Þórir Guðmundsson (D) og voru þau sjálfkjörin.
Uppástunga kom um varamenn: Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Díana Hilmarsdóttir (B), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) og Ríkharður Ibsen (D) og voru þau sjálfkjörin.

8. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2021060218)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir 10-0 með vísan til 35. gr. laga nr. 138/2011 og 48. gr. Samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 16. júní til 18. ágúst n.k. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 24. ágúst 2021 í Merkinesi í Hljómahöll. Margrét Þórarinsdóttir (M) situr hjá.


Forseti bar í lok fundar upp bókun allra bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:

„Samherji fiskeldi kynnir uppbyggingaráform í Auðlindagarði HS Orku
Forsvarsmenn Samherja fiskeldis og HS Orku kynntu fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar og lykilstjórnendum fyrir bæjarstjórnarfund áform um uppbyggingu landeldis í Auðlindagarði HS Orku á næstu árum.
Samherji fiskeldi áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu 11 árum. Landeldisstöðin verður staðsett við Reykjanesvirkjun og mun samanstanda af seiðastöð, áframeldisstöð og frumvinnsluhúsi ásamt þjónustubyggingum. Heildarfjárfesting er áætluð ríflega 45 milljarðar króna en stjórn Samherja hefur ákveðið að leggja til fjármagn til fyrsta áfanga verkefnisins. Áætlað er að bein störf í tengslum við fiskeldið og vinnsluna verði um 100 í fyrsta áfanga auk fjölda afleiddra starfa og að fjölmörg störf skapist á byggingartímanum.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar áformum Samherja fiskeldis um þessa uppbyggingu í Auðlindagarði HS Orku.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (S), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25