614. fundur

24.08.2021 17:00

614. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 24. ágúst 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerð bæjarráðs 19. ágúst 2021 (2021010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs frá 1. júlí 2021:

„Virðulegi forseti og aðrir viðstaddir.

Ég kem hér undir fundargerð bæjarráðs frá 1. júlí 2021 þar sem fundargerð USK var tekin fyrir.

Þar samþykkir bæjarráð að vísa 14. máli fundargerðarinnar til endurskoðunar aðalaskipulags, en Félagsmálaráðuneytið er að óska eftir lóð fyrir öryggisvistun.

Miðflokkurinn harmar að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem þessi öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Þessi öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2.“

Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1332. fundar bæjarráðs 19. ágúst 2021

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 13. og 19. ágúst 2021 (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 13. ágúst til sérstakrar samþykktar:

Þriðji liður fundargerðarinnar Kirkjuvegur 8 – deiliskipulag (2021030029) samþykktur 11-0 án umræðu.

Fimmti liður fundargerðarinnar Hafnargata 76 - niðurstaða grenndarkynningar (2020120023) samþykktur 11-0 án umræðu.

Sjötti liður fundargerðarinnar Háaleiti 15 - niðurstaða grenndarkynningar (2021050496) samþykktur 11-0 án umræðu.

Sjöundi liður fundargerðarinnar Bjarkardalur 8 - niðurstaða grenndarkynningar (2021050139) samþykktur 11-0 án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Skógarbraut 918A - niðurstaða grenndarkynningar (2021040446) samþykktur 11-0 án umræðu.

Níundi liður fundargerðarinnar Guðnýjarbraut 12 - niðurstaða grenndarkynningar (2021060180) samþykktur 11-0 án umræðu.

Tíundi liður fundargerðarinnar Reykjanesvegur 46 – breyting á bílskúr (2021080174) samþykktur 11-0 án umræðu.

Ellefti liður fundargerðarinnar Víðidalur 22-32 - uppskipting á lóð (2021080177) samþykktur 11-0 án umræðu.

Tólfti liður fundargerðarinnar Hringbraut 90 - niðurstaða grenndarkynningar (2020050507) samþykktur 11-0 án umræðu.

Þrettándi liður fundargerðarinnar Unnardalur 6 (2021060090) samþykktur 11-0 án umræðu.

Fjórtándi liður fundargerðarinnar Brimdalur 5 – fyrirspurn um breytingu á byggingarreit (2021010568) samþykktur 11-0 án umræðu.

Fimmtándi liður fundargerðarinnar Garðavegur 9 (2021080178) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina frá 19. ágúst. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. ágúst 2021

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. ágúst 2021

3. Fundargerð velferðarráðs 11. ágúst 2021 (2021010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð velferðarráðs 11. ágúst 2021

4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 18. ágúst 2021 (2021010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Díana Hilmarsdóttir og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 18. ágúst 2021 

5. Fundargerð framtíðarnefndar 18. ágúst 2021 (2021010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að dagskrárlið nr. 4 verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð framtíðarnefndar 18. ágúst 2021 

6. Fundargerð lýðheilsuráðs 19. ágúst 2021 (2021010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð lýðheilsuráðs 19. ágúst 2021

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.