615. fundur

07.09.2021 17:00

615. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 7. september 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 26. ágúst og 2. september 2021 (2021010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Gunnar Felix Rúnarsson (M) og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst 2021:

„Tillaga var gerð að ráðningu í nýtt stöðugildi verkefnastjóra í fræðslu og vinnuvernd, frá og með 1. október, samkvæmt minnisblaði Mannauðsstjóra. Ég samþykki fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst en sit hjá varðandi þennan lið í ljósi aðstæðna.“

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs frá 2. september 2021:

„Ég fagna þessari bókun meirihlutans að fela bæjarstjóra og framkvæmdarstjórn að fara, í samráði við stjórnendur og starfsmenn allra stofnana og deilda, ítarlega í gegnum alla starfsemi Reykjanesbæjar með það að markmiði að leita leiða til sparnaðar og hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, Miðflokkurinn tekur heilshugar undir þessa bókun (ég vil árétta að ég hef ekki atkvæðisrétt í bæjarráði þar sem ég sit sem áheyrnarfulltrúi). Loksins er meirihlutinn farinn að gera sér grein fyrir hversu alvarleg staðan er en allar viðvörunarbjöllur kviknuðu við gerð síðustu fjárhagsáætlunar. Halda þarf vel á fjármálum bæjarins á næstu mánuðum og má ljóst vera að rekstur bæjarins er í járnum.
Ekki var hlustað á athugasemdir Miðflokksins við fjárhagáætlunargerð 2021. Ég hef margsinnis bent á að nauðsynlegt er að hagræða í stjórnsýslu bæjarins, sem hefur blásið út í tíð meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar. Þegar tekjufall bæjararins er mikið eins og raun ber vitni og útgjöld aukast á sama tíma þarf að hagræða.“

Gunnar Felix Rúnarsson, Miðflokki

Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst 2021:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að álagningarstuðull fasteignaskatts muni lækka á næsta ári til að mæta hækkun fasteignamats. Hins vegar veldur það þungum áhyggjum að sú fjárhagsáætlun sem nú er unnið að bendir til þess að verulegur halli verður á rekstrinum næsta árið og því skýtur það skökku við að samþykkja í næsta dagskrárlið að bæta við einu stöðugildi á stjórnsýslusviði. Nær hefði verið að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar í takt við þá bókun sem samþykkt var á næsta fundi bæjarráðs 2. september sl. Við erfiðar aðstæður síðasta árið hefur orðið samdráttur í tekjum bæjarins á sama tíma og gjöldin hafa aukist. Frá því síðasta fjárhagsáætlun var samþykkt hafa borist beiðnir um viðauka nánast á hverjum einasta fundi bæjarráðs og nú er svo komið að við verðum að hægja aðeins á og líta yfir sviðið og kanna hvaða möguleika við höfum til að hafa hemil á útgjaldaaukningunni. Þó kosningar séu framundan getum við ekki tekið þátt í kaupa inn atkvæði með auknum byrðum á bæjarsjóð.“

Margrét A. Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1333. fundar bæjarráðs 26. ágúst 2021
Fundargerð 1334. fundar bæjarráðs 2. september 2021

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 3. september (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 3. september til sérstakrar samþykktar:

Annar liður fundargerðarinnar Tjarnabraut 4 - niðurstaða grenndarkynningar (2021040520) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Dalshverfi og Stapaskóli - breyting á deiliskipulagi (2021020055) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Hafnargata 12 - breyting á deiliskipulagi (2020040425) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Hafnargata 22-28 - deiliskipulag (2019050478) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Smáratún 33 - bílastæði og lóðarstækkun (2021050333) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 276. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 3. september 2021

3. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 26. ágúst 2021 (2021010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 254. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 26.08.2021

4. Fundargerð barnaverndarnefndar 30. ágúst 2021 (2021010570)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.

Fylgigögn:

Fundargerð 284. fundar barnaverndarnefndar 30. ágúst 2021

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 31. ágúst 2021 (2021010006)

Forseti lagði til að fjórða mál fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. ágúst „Framtíðaruppbygging UMFN við Afreksbraut“ verði vísað til frekari umræðu bæjarráðs. Var það samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 152. fundur 31.08. 2021

6. Fundargerð fræðsluráðs 3. september 2021 (2021010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 345. fundar fræðsluráðs 3. september 2021

7. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – fyrri umræða (2020010070)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson sem fylgdi menntastefnu Reykjanesbæjar úr hlaði.
Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Friðjón Einarsson.

Menntastefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 21. september 2021. Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30