624. fundur

18.01.2022 17:00

624. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 18. janúar 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 6. og 13. janúar 2022 (2022010004)

Bókun lögð fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 18. janúar 2022

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.

Í síðustu viku upplýsti Kjarninn um að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík, hafi undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Um síðustu áramót tilkynnti Skipulagsstofnun um að búið væri að ljúka mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar.
Bæjaryfirvöld hafa áður lýst neikvæðri afstöðu sinni til endurræsingar og vilja til samstarfs um aðrar leiðir. Þá liggur það einnig fyrir að stærstur hluti íbúa er því algjörlega mótfallinn að verksmiðjan verði endurræst.

Nýtt mat á umhverfisáhrifum gerir lítið til þess að breyta skoðun bæjaryfirvalda og íbúa sveitarfélagsins. Það er því ljóst að framundan gætu verið harðar langvarandi deilur milli aðila, verði áfram haldið með þessi áform, sem gera ekkert annað en að valda öllum aðilum verulegum skaða.

Bæjarstjórn ítrekar því vilja sinn til samráðs um aðrar leiðir og annars konar starfsemi í Helguvík.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (Á), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét A. Sanders, Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi 18. janúar 2022:

„Í viðtali á Bylgjunni 16. janúar síðastliðinn var viðtal við oddvita Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formann bæjarráðs Friðjón Einarsson, þar sem hann fullyrðir að tap Reykjanesbæjar vegna Helguvíkur sé 6 – 7 milljarðar.
Vegna þessa óskum við eftir að formaður bæjarráðs útskýri fyrir okkur bæjarfulltrúum og bæjarbúum hvaðan hann fær þessar tölur og í hverju þær felast.“

Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1352. fundar bæjarráðs 6. janúar 2022
Fundargerð 1353. fundar bæjarráðs 13. janúar 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. janúar 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 7. janúar til sérstakrar samþykktar:

Þriðji liður fundargerðarinnar Flugvellir 20 - fyrirspurn (2021120275) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Grófin 10a - niðurstaða grenndarkynningar (2021060418) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Akurbraut 15 - bygging á bílskúr (2021110578) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Brekadalur 10 – stækkun (2021110332) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þrettándi liður fundargerðarinnar Dalshverfi 3. áfangi - úthlutunarskilmálar (2019050472) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 284. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 7. janúar 2021

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 8. janúar 2022 (2022010006)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.

Fylgigögn:

Fundargerð 289. fundar barnaverndarnefndar 8. janúar 2022 - aukafundur

4. Fundargerð lýðheilsuráðs 11. janúar 2022 (2022010010)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 25. fundar lýðheilsuráðs 11. janúar 2021

5. Fundargerð velferðarráðs 12. janúar 2022 (2022010014)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Díana Hilmarsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 406. fundar velferðarráðs 12. janúar 2022

6. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 13. janúar 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 259. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 13.01.22

7. Fundargerð fræðsluráðs 14. janúar 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 349. fundar fræðsluráðs 14. janúar 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50