627. fundur

01.03.2022 17:00

627. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 1. mars 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fundinn, Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, varamaður Trausti Arngrímsson sat fundinn og Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, varamaður Úlfar Guðmundsson sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 24. febrúar 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Úlfar Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1358. fundar bæjarráðs 17. febrúar 2022
Fundargerð 1359. fundar bæjarráðs 24. febrúar 2022

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 18. og 25. febrúar 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 18. febrúar til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - breytt skipulagsmörk (2021050334) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 287. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. febrúar 2022
Fundargerð 288. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 25. febrúar 2022

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 16. febrúar 2022 (2022010011)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson, lagði hann til að 6. máli fundargerðarinnar, Skapandi sumarstörf, verði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

Forseti bar upp framangreinda tillögu og var hún samþykkt 11-0.

Til máls tóku Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 30. fundar menningar- og atvinnuráðs 16. febrúar 2022

4. Fundargerð framtíðarnefndar 16. febrúar 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Styrmir Gauti Fjeldsted.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 28. fundar framtíðarnefndar 16. febrúar 2022

5. Fundargerð fræðsluráðs 18. febrúar 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson og Úlfar Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 350. fundar fræðsluráðs 18. febrúar 2022

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 24. febrúar 2022 (2022010009)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 158. fundar ÍT - 24.02.2022

7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 24. febrúar 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Úlfar Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 260. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 24.02.2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45