629. fundur

05.04.2022 17:00

Fundargerð 629. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 5. apríl 2022 , kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted og Trausti Arngrímsson. Í forsæti var Baldur Þ. Guðmundsson.

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Kolbrún Jóna Pétursdóttir sat fundinn. Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, varamaður Eydís Hentze Pétursdóttir sat fundinn. Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fundinn. Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, varamaður Trausti Arngrímsson sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17., 24. og 31. mars 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Friðjón Einarsson og lagði fram svör vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúa Margrétar Þórarinsdóttur á bæjarráðsfundi þann 10.febrúar 2022.

1. Formaður bæjarráðs ákveður dagskrá og fundarstað vegna funda bæjarráðs. Bæjarfulltrúar skulu mæta á fundarstað. Ef bæjarfulltrúar geta ekki mætt á áðurnefndan fundarstað skulu þeir kalla inn varamann. Fundur bæjarráðs var haldinn í Merkinesi.

Bæjarfulltrúi hafði óskað eftir heimild til að vera á“ Teams“ á fundinum vegna aðstæðna sinna en viðkomandi var í einangrun vegna smits. Þeirri ósk var hafnað af fyrrgreindum ástæðum.

Bent var á að viðkomandi bæjarfulltrúi yrði að kalla inn varamann. Að heimila viðkomandi beiðni var fordæmisgefandi og ekki heimil.

2. Gestir á fundum bæjarráðs hafa allt aðra stöðu en bæjarfulltrúar. Ekki er hægt að bera stöðu gesta við skyldur bæjarfulltrúa.

3. Allir fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar eru löglega boðaðir og haldnir skv. þeim lögum og skyldum sem um fundina gilda.

Síðustu 2 ár hafa verið lærdómsrík fyrir sveitastjórnir landsins og ljóst að endurskoða þarf samþykktir sveitastjórna um allt land í ljósi þess.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Margrét Þórarinsdóttir (M) situr hjá undir lið 1 og 6 frá fundargerð bæjarráðs 24. mars 2022.
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1362. fundar bæjarráðs 17. mars 2022
Fundargerð 1363. fundar bæjarráðs 24. mars 2022
Fundargerð 1364. fundar bæjarráðs 31. mars 2022

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 18. mars og 1. apríl 2022 (2022010013)

Forseti bar upp tillögu að 4. liður frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. mars 2022 verði vísað aftur til umhverfis- og skipulagsráðs. Var það samþykkt 11-0.

Forseti bar upp tillögu að vísa 8. máli úr fundargerðinni frá 1. apríl 2022, Umsjón með Seltjörn, til bæjarráðs. Var hún samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 1. apríl til sérstakrar samþykktar:
Fjórði liður fundargerðarinnar Klapparstígur 10 – fjölgun fasteigna (2022010059) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 290. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. mars 2022
Fundargerð 291. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 1. apríl 2022

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 16. mars 2022 (2022010011)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson.

Forseti lagði til að samþykktar yrði sérstaklega frá lið 4 í fundargerð minningar- og atvinnuráðs endurskoðaðar reglur um Menningarsjóð Reykjanesbæjar. Voru þær samþykktar 11-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 31. fundar menningar- og atvinnuráðs 16. mars 2022

4. Fundargerð framtíðarnefndar 16. mars 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kolbrún Jóna Pétursdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 29. fundar framtíðarnefndar 16. mars 2022

5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 17. mars 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 261. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 17.03.2022

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 22. mars 2022 (2022010009)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 159. fundur íþrótta- og tómstundaráðs 22.03.2022

7. Fundargerð fræðsluráðs 25. mars 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 351. fundar fræðsluráðs 25. mars 2022

8. Fundargerðir barnaverndarnefndar 28. mars og 1. apríl 2022 (2022010006)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 292. fundar barnaverndarnefndar 28. mars 2022
Fundargerð 293. fundar barnaverndarnefndar 1. apríl 2022

9. Innkaupastefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2022020159)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson sem fylgdi innkaupastefnu Reykjanesbæjar úr hlaði.

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Innkaupastefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 19. apríl 2022. Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.