630. fundur

19.04.2022 17:00

630. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll 19. apríl 2022 , kl. 17:00

Viðstaddir: Baldur Þ. Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted og Trausti Arngrímsson. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir boðaði forföll, varamaður Ríkharður Ibsen sat fyrir hana, Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, varamaður Trausti Arngrímsson sat fyrir hana, Friðjón Einarsson boðaði forföll, varamaður Eydís Hentze Pétursdóttir sat fyrir hann, Gunnar Þórarinsson boðaði forföll, Jasmina Vajzovic Crnac sat fyrir hann og Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fyrir hann.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir bæjarráðs 7. og 13. apríl (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Forseti gaf orðið laust um 7. mál frá fundargerð bæjarráðs 7. apríl 2022, Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka (2022030825), til sérstakrar samþykktar. Voru þær samþykktar 11-0.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1365. fundar bæjarráðs 7. apríl 2022
Fundargerð 1366. fundur bæjarráðs 13. apríl 2022

2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 7. apríl 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 262. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 07.04.2022

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 12. apríl 2022 (2022010010)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir. Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 28. fundar lýðheilsuráðs 12. apríl 2022

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 12. apríl 2022 (2022010009)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 160.fundur ÍT 12.04.2022

5. Fundargerð velferðarráðs 13. apríl 2022 (2022010014)

Forseti gaf orðið laust. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 409. fundar velferðarráðs 13. apríl 2022

6. Ársreikningur Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar 2021 – fyrri umræða (2021110292)

Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og fylgdi ársreikningi Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar 2021 úr hlaði.

Til máls tóku Ríkharður Ibsen, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson, Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Ársreikningi Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar 2021 vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 3. maí 2022.

7. Innkaupastefna Reykjanesbæjar – seinni umræða (2022020159)

Forseti gaf orðið laust.

Innkaupastefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0 án umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45