633. fundur

07.06.2022 17:00

633. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 7. júní 2022 , kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson, sem lengsta setu hefur í bæjarstjórn, setti fundinn og bauð nýja bæjarfulltrúa velkomna.

1. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 (2022030825)

Friðjón Einarsson fór yfir úrslit kosninganna sem fram fóru 14. maí 2022.

Á kjörskrá voru 14.638. Á kjörstað kusu 5.907 og utan kjörfundar kusu 1.042. Greidd atkvæði voru alls 6.949 eða 47,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 166.

Atkvæðin féllu þannig:
B listi Framsóknarflokkur: 1.536 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
D listi Sjálfstæðisflokkur: 1.908 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
M listi Miðflokkur: 122 atkvæði
P listi Píratar og óháðir: 275 atkvæði
S listi Samfylking og óháðir: 1.500 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
U listi Umbót: 572 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi
Y listi Bein leið: 870 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi.

Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar réttkjörnir eru:
1. Margrét Ólöf A Sanders D
2. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir B
3. Friðjón Einarsson S
4. Guðbergur Reynisson D
5. Bjarni Páll Tryggvason B
6. Guðný Birna Guðmundsdóttir S
7. Helga Jóhanna Oddsdóttir D
8. Díana Hilmarsdóttir B
9. Sverrir Bergmann Magnússon S
10. Valgerður Björk Pálsdóttir Y
11. Margrét Þórarinsdóttir U

Varabæjarfulltrúar Reykjanesbæjar réttkjörnir eru :
1. Alexander Ragnarsson D
2. Róbert Jóhann Guðmundsson B
3. Sigurrós Antonsdóttir S
4. Birgitta Rún Birgisdóttir D
5. Trausti Arngrímsson B
6. Hjörtur Magnús Guðbjartsson S
7. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir D
8. Sighvatur Jónsson B
9. Aðalheiður Hilmarsdóttir S
10. Helga María Finnbjörnsdóttir Y
11. Gunnar Felix Rúnarsson U

2. Ráðning bæjarstjóra (2022060066)

Forseti bar upp tillögu um að ráða Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026. Samþykkt 8-0, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

3. Kosningar til eins árs samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 622/2019 (2022060063)

3.1. Forseti bæjarstjórnar sbr. 15. gr.

Friðjón Einarsson óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur (B) sem forseta bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, nýkjörinn forseti þakkaði bæjarfulltrúum traustið og tók við fundarstjórn.

3.2. Fyrsti varaforseti. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og var hún sjálfkjörin.
3.3. Annar varaforseti. Uppástunga kom um Guðberg Reynisson (D) og var hann sjálfkjörinn.

3.4. Tveir skrifarar og tveir til vara sbr. 16. gr.
Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Díönu Hilmarsdóttur (B) og Helgu Jóhönnu Oddsdóttur (D) og voru þær sjálfkjörnar.
Varaskrifarar. Uppástunga kom um Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og Guðberg Reynisson (D) og voru þau sjálfkjörin.

3.5. Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara sbr. 44. gr.

Uppástunga kom um aðalmenn: Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) og Margrét Ólöf A. Sanders (D). Samþykkt 10-0, Margrét Þórarinsdóttir (U) sat hjá.

Varamenn þeirra, skv. 2. mgr. 44. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista og hinir kjörnu bæjarráðsmenn í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.

4. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. 57. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 622/2019 (2022060064)

4.1. Framtíðarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Þóranna Kristín Jónsdóttir (B), Íris Ósk Ólafsdóttir (S), Aneta Grabowska (B), Jón Helgason (S) og Guðni Ívar Guðmundsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Hafsteinn Hjartarson (B), Hubert Kaminski (S), Guðný Ólöf Gunnarsdóttir (B), Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) og Guðmundur Rúnar Júlíusson (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.2. Forsetanefnd. Nefndin er skipuð forsetum bæjarstjórnar.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar, Guðný Birna Guðmundsdóttir 1. varaforseti og Guðbergur Reynisson 2. varaforseti.

4.3. Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur. Einn aðalmaður og einn til vara, skv. 9. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir og skv. samkomulagi um almannavarnanefnd Suðurnesja.

Tilnefndur er sem aðalmaður Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og var hann sjálfkjörinn.

Tilnefndur er sem varamaður Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og var hann sjálfkjörinn.

4.4. Barnaverndarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnaverndarnefnd heldur umboði sínu til 1. janúar 2023 skv. lögum nr. 20/2022 barnaverndarlög (frestun framkvæmda).

Tilnefnd eru sem aðalmenn Díana Hilmarsdóttir (B), Halldór Rósmundur Guðjónsson (Y), Sigurrós Antonsdóttir (S), Sigrún Gyða Matthíasdóttir (Y) og Þuríður Berglind Ægisdóttir (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn Bjarney Rut Jensdóttir (B), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Margrét Þórarinsdóttir (U), Þuríður Birna Björnsdóttir Debes (Y) og Anna Steinunn Jónasdóttir (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.5. Velferðarráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Tilnefnd eru sem aðalmenn, Birna Ósk Óskarsdóttir (B), Sigurrós Antonsdóttir (S), Andri Fannar Freysson (B), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U) og Eyjólfur Gíslason (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Linda María Guðmundsdóttir (S), Bjarney Rut Jensdóttir (B), Una Guðlaugsdóttir (U) og Unnar Stefán Sigurðsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.6. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara, skv. 9. gr. laga nr. 68/1994 um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

Tilnefndur er sem aðalmaður Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og var hann sjálfkjörinn.
Tilnefndur er sem varamaður Friðjón Einarsson og var hann sjálfkjörinn.

4.7. Yfirkjörstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Undirkjörstjórn: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Undirkjörstjórnir skulu vera jafnmargar og kjördeildir í bæjarfélaginu og heimilt er að kjósa þær síðar.

Tilnefnd eru sem aðalmenn Magnea Herborg Björnsdóttir (B), Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir (D) og Ingibjörg Ragnarsdóttir (S) og voru þær sjálfkjörnar.

Tilnefnd eru sem varamenn Súsanna Björg Fróðadóttir (B), Hanna Björg Konráðsdóttir (D) og Eysteinn Eyjólfsson (S) og voru þau sjálfkjörin.

4.8. Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúafjöldi skv. lögum og samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar sitja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga með umboð Reykjanesbæjar.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) og Margrét Ólöf A. Sanders (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Bjarni Páll Tryggvason (B), Helga María Finnbjörnsdóttir (Y), Sigurrós Antonsdóttir (S), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Guðbergur Reynisson (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.9. Stjórn Reykjaneshafnar. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Sigurður Guðjónsson (B), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Alexander Ragnarsson (D), Úlfar Guðmundsson (U) og Kristján Jóhannsson (Y) og voru þeir sjálfkjörnir.

Tilnefnd eru sem varamenn: Gunnar Jón Ólafsson (B), Jón Helgason (S), Freydís Kneif Kolbeinsdóttir (Y), Jón Már Sverrisson (U) og Hanna Björg Konráðsdóttir (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.10. Umhverfis- og skipulagsráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 3. mgr. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Róbert Jóhann Guðmundsson (B), Helga María Finnbjörnsdóttir (Y), Guðbergur Reynisson (D), Gunnar Felix Rúnarsson (U) og Eysteinn Eyjólfsson (S) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Bjarni Páll Tryggvason (B), Jóhann Gunnar Sigmarsson (Y), Sigrún Inga Ævarsdóttir (D), Jón Már Sverrisson (U) og Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S) og voru þau sjálfkjörin.

4.11. Fræðsluráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara, skv. 6. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Sighvatur Jónsson (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gígja Guðjónsdóttir (D), Halldór Rósmundur Guðjónsson (Y) og Harpa Björg Sævarsdóttir (U) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Díana Hilmarsdóttir (B), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Þórarinn Darri Ólafsson (Y), Þórdís Elín Kristinsdóttir (U) og Unnar Stefán Sigurðsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.12. Íþrótta- og tómstundaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Friðþjófur Helgi Karlsson (B), Hjördís Baldursdóttir (D), Sindri Kristinn Ólafsson (S) Birgir Már Bragason (Y) og Marta Sigurðardóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Eva Stefánsdóttir (B), Svava Ósk Svansdóttir (S), Davíð Már Gunnarsson (Y), Magnús Einþór Áskelsson (S) og Alexander Ragnarsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.13. Lýðheilsuráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Bjarney Rut Jensdóttir (B), Magnús Einþór Áskelsson (S), Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S), Karítas Lára Rafnkelsdóttir (B) og Anna Lydía Helgadóttir (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Sighvatur Jónsson (B), Sveindís Valdimarsdóttir (S), Elfa Hrund Guttormsdóttir (S), Birna Ósk Óskarsdóttir (B) og Tanja Veselinovic (D) og voru þau sjálfkjörin.

4.14. Menningar- og atvinnuráð (stjórn Súlunnar). Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Trausti Arngrímsson (B), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Eydís Hentze Pétursdóttir (S), Eva Stefánsdóttir (B) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D) og voru þau sjálfkjörin.

Tilnefnd eru sem varamenn: Gunnar Jón Ólafsson (B), Katrín Freyja Ólafsdóttir (S), Elfa Hrund Guttormsdóttir (S), Hallur Geir Heiðarsson (B) og Adam Maciej Calicki (D) og voru þau sjálfkjörin.

5. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 25. maí 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs frá 25. maí 2022:

„Varðandi þriðja lið í fundargerð um markaðsstefnu leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á tvö atriði.
1. Við teljum að ekki sé hægt að samþykkja þetta skjal sem markaðsstefnu þar sem einungis er um að ræða grunnvinnu og greiningu sem nýta má við mótun markaðsstefnu. Þessi grunnvinna er vel unnin að mörgu leyti en þó er skortur á innsýn í sögu sveitarfélagsins og það samfélag sem við byggjum á.
2. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki samþykkt að þrjár megin stoðir í markaðssetningu sveitarfélagsins eigi að vera skapandi greinar, nýsköpun og náttúran. Endurskoða þarf stoðirnar þrjár sem nefndar eru og teljum við ótækt að íþróttir séu ekki ein af þeim stoðum sem byggja skal á en eru klárlega samofnar sögu og áherslum sveitarfélagsins.“

Margrét A. Sanders, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Guðbergur Reynisson.

Til máls tók Margrét A. Sanders.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1370. fundar bæjarráðs 19. maí 2022
Fundargerð 1371. fundur bæjarráðs 25. maí 2022

6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. maí 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 20. maí til sérstakrar samþykktar:
Fimmti liður fundargerðarinnar Efstaleiti 20 - fyrirspurn um lóðarstækkun (2022050099) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Hringbraut 82 – bílskúr (2022050485) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Vatnsnesvegur 12-14 - Hótel Keflavík (2022050030) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Hótel Berg – stækkun (2022050463) samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Völuás 7 - breyting á skipulagi (2022030644) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Völuás 9 - breyting á skipulagi (2022030645) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Valhallarbraut 741 (2022040361) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbergur Reynisson, Kjartan Már Kjartansson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 294. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. maí 2022

7. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 18. maí 2022 (2022010011)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 33. fundar menningar- og atvinnuráðs 18. maí 2022

8. Fundargerð barnaverndarnefndar 31. maí 2022 (2022010006)

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.

Fylgigögn:

Fundargerð 295. fundar barnaverndarnefndar 31. maí 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.