637. fundur

20.09.2022 17:00

637. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. september 2022

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir bæjarráðs 8. september og 15. september 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Alexander Ragnarsson og Kjartan Már Kjartansson.

Forseti gerði fundarhlé kl. 17:20
Fundur aftur settur kl. 17:32

Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1384. fundar bæjarráðs 8. september 2022
Fundargerð 1385. fundar bæjarráðs 15. september 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 16. september 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 16. september til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Hlíðarhverfi - breyting á deiliskipulagi (2019120007) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Valhallarbraut 868 - breyting á deiliskipulagi (2022060612) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Dreifistöðvar Aðalgötu - afmörkun lóða (2022090271) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 299. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 16. september 2022

3. Fundargerð fræðsluráðs 9. september 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason og Sigurrós Antonsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 354. fundar fræðsluráðs 9. september 2022

4. Fundargerð framtíðarnefndar 14. september 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 33. fundar framtíðarnefndar 14. september 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00