644. fundur

29.12.2022 12:45

644. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar - aukafundur, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 29. desember 2022, kl. 12:45

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.

1. Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar – seinni umræða (2021120010)

Lögð fram til samþykktar endurskoðuð Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Forseti gaf orðið laust. Til mál tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Breytingarnar samþykktar 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:48.