648. fundur

21.02.2023 17:00

648. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Bíósal Duus safnahúsa, 21. febrúar 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hann.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 9. febrúar og 16. febrúar 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason og Díana Hilmarsdóttir.

Til máls tók Margrét Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þriðja mál frá fundargerð bæjarráðs 9. febrúar 2023:

,,Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að góð samskipti þurfi að vera á milli fulltrúa Reykjanesbæjar, starfsfólks stofnana og annarra notenda húsnæðis þar sem mygla hefur greinst. Upplýsingar þurfa að vera skýrar og mikilvægt er að ekki sé gert lítið úr þeim einkennum sem aðilar finna fyrir.‘‘

Margrét Sanders (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D).

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og tók hún undir bókun Sjálfstæðisflokksins.

Til máls tóku Friðjón Einarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð bæjarráðs 9. febrúar 2023

Fundargerð bæjarráðs 16. febrúar 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 17. febrúar til sérstakrar samþykktar:

Annað mál fundargerðarinnar Njarðvíkurhöfn - deiliskipulag (2020100160) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þriðja mál fundargerðarinnar Fitjar – nýtt deiliskipulag (2019060062) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórða mál fundargerðarinnar Vatnsnes - Hrannargata 2-4 - samgöngumat (2019100209) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19 - deiliskipulag (2021050056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Klettatröð 6b – stækkun (2022110634) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Gistiheimili í íbúðahverfum Reykjanesbæ - reglur (2022100418) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Valgerður Björk Pálsdóttir, Margrét Sanders og Bjarni Páll Tryggvason.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa þrettánda máli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs, Hestamannafélagið Máni – deiliskipulag (2023020011), til bæjarráðs. Samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2023

3. Fundargerð framtíðarnefndar 8. febrúar 2023 (2023010006)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Birgitta Rún Birgisdóttir og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð framtíðarnefndar 8. febrúar 2023

4. Fundargerð fræðsluráðs 10. febrúar 2023 (2023010009)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Margrét Þórarinsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir, Margrét Sanders, Friðjón Einarsson og Bjarni Páll Tryggvason.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir það að mikilvægt er að góð samskipti verði að vera á milli aðila þegar kemur að úrbótum húsnæðis þar sem stofnanir sveitarfélagsins eru með starfsemi sína og ítrekar þakkir sínar til starfsfólks leik- og grunnskóla sem hafa á síðustu árum sýnt mikla þrautseigju og þolinmæði í störfum sínum í flóknum og krefjandi aðstæðum. Saman gerum við gott samfélag betra.‘‘

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð fræðsluráðs 10. febrúar 2023

5. Fundargerð velferðarráðs 15. febrúar 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir, Margrét Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa þriðja máli fundar velferðarráðs, Sérstakur húsnæðisstuðningur (2022080318), til bæjarráðs. Samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

 Fundargerð velferðarráðs 15. febrúar 2023


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.