675. fundur

07.05.2024 17:00

675. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 7. maí 2024 kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Hjörtur M. Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Hjörtur M. Guðbjartsson fundinn í hennar stað.

1. Fundargerðir bæjarráðs 18. og 24. apríl og 2. maí 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 6 frá fundargerð bæjarráðs 18. apríl:

„Varðandi framtíð Hljómahallar, langar mig að spyrja meirihlutann út í bókun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 5. mars síðastliðinn. Í bókuninni komu fram nokkur tækifæri sem meirihlutinn sér myndast við flutninga bókasafnsins í Hljómahöll. Eitt þeirra er að byggja megi upp samgöngumiðstöð við Hljómahöll og nýta þá húsnæðið fyrir farþega almenningssamgangna. Spurning mín er því, er það rétt skilið að verið sé að stefna að því að Hljómahöllin verði einnig notuð sem samgöngumiðstöð líkt og fram kom í bókun meirihlutans sem virðulegur forseti, Guðný Birna Guðmundsdóttir, lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 5. mars sl.? Ég óska eftir skriflegu svari.“

Helga Jóhanna Oddsdóttir,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1463. fundar bæjarráðs 18. apríl 2024
Fundargerð 1464. fundar bæjarráðs 24. apríl 2024
Fundargerð 1465. fundar bæjarráðs 2. maí 2024

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 19. apríl og 3. maí 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 19. apríl til sérstakrar samþykktar.

Fjórða mál fundargerðarinnar Breyting á deiliskipulagi - Vogshóll-Sjónarhóll (2023100048) samþykkt 11-0 án
umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Njarðvíkurbraut 25 - fjölbýlishús (2024040268) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Heiðartröð 554, 555 og 557 - uppskipting (2024030378) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Tjarnabraut - fyrirspurn um þróunarsvæði (2024030271) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 3. maí til sérstakrar samþykktar.

Fyrsta mál fundargerðarinnar Samþykkt um djúpgámalausnir í Reykjanesbæ (2023010249) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Ásahverfi - möguleikar til viðsnúnings (2024040517) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Sunnubraut 31 - vaktturn á þak sundmiðstöðvarinnar (2024030501) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Háteigur 10 viðbótarhæð - niðurstaða grenndarkynningar (2024030261) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Grófin 10 - ósk um lóðarstækkun (2024040524) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Iðavellir 3d - gistiheimili (2024040525) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson, Hjörtur M. Guðbjartsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 336. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 19. apríl 2024
Fundargerð 337. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 3. maí 2024

3. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 18. apríl 2024 (2024010206)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Hjörtur M. Guðbjartsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 285. fundar atvinnu- og hafnarráðs 18. apríl 2024

4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 24. apríl 2024 (2024010212)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 9. fundar stjórnar Eignasjóðs 24. apríl 2024

5. Fundargerð sjálfbærniráðs 26. apríl 2024 (2024010210)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 50. fundar sjálfbærniráðs 26. apríl 2024

6. Breytingar á skipan fulltrúa í kjörnum ráðum (2024010091)

Úlfar Guðmundsson (U) fer út sem aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði, Jón Már Sverrisson (U) tekur sæti hans.
Jón Már Sverrisson (U) fer út sem varamaður í atvinnu- og hafnarráði, Gunnar Felix Rúnarsson (U) tekur sæti hans.

Samþykkt 11-0.

Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U) fer út sem aðalmaður í velferðarráði, Margrét Þórarinsdóttir (U) tekur sæti hennar.

Samþykkt 11-0.

Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U) fer út sem varamaður í menntaráði, Margrét Þórarinsdóttir (U) tekur sæti hennar.

Samþykkt 11-0.

7. Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 - síðari umræða (2023060380)

Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 tekin til síðari umræðu. Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi stefnunni úr hlaði.

Til máls tók Valgerður Björk Pálsdóttir.

Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 samþykkt 11-0.

8. Samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar - síðari umræða (2022100414)

Samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar tekin til síðari umræðu. Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi samþykktinni úr hlaði. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

9. Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar - síðari umræða (2024030272)

Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar tekin til síðari umræðu. Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi samþykktinni úr hlaði.

Enginn fundarmanna tók til máls.

Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

10. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2023 - síðari umræða (2024040127)

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2023 tekinn til síðari umræðu. Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra orðið. Fór hann yfir helstu stærðir í ársreikningnum. Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarfulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar:

„Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2023 ber þess merki að vel hefur gengið að halda utan um reksturinn samhliða umfangsmiklum fjárfestingum í innviðum. Eins sýnir reikningurinn að rekstrarhæfi Reykjanesbæjar er gott.
Heildartekjur samstæðu A og B hluta árið 2023 voru 36,4 milljarðar króna og rekstrargjöld 28,4 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði, skatta og hlutdeild minnihluta nam rétt innan við 8 milljörðum króna. Að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2.440 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á um 1.400 milljónir á samstæðu sveitarfélagsins.
Heildartekjur A-hluta bæjarsjóðs námu 25 milljörðum króna. Rekstrargjöld bæjarsjóðs námu um 22 milljörðum króna. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 1.453 milljónir króna.
Áætlun ársins gerði hins vegar ráð fyrir 707 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu bæjarsjóðs og er þetta því rúmlega tvöfalt betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Munar þar mest um hærri útsvarstekjur og þjónustutekjur.
Eignir samstæðu A og B hluta nema um 88 milljörðum króna og A hluta bæjarsjóðs rúmlega 47 milljörðum króna. Engar lántökur áttu sér stað í A-hluta bæjarsjóðs á árinu 2023 og nema skuldir á hvern íbúa 1.300 þúsundum króna.
Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði námu 919 þúsund króna á hvern íbúa á árinu 2023 í stað 848 þúsund króna á árinu 2022.
Skuldaviðmið A hluta bæjarsjóðs skv. reglugerð 502/2012 fer áfram lækkandi og er nú 87,74% og samstæðu A og B hluta 105,96%.“

Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hjörtur M. Guðbjartsson (S) Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Til máls tók Margrét Ólöf A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Umbótar:

„Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði

Ársreikningur Reykjanesbæjar lítur í heild nokkuð vel út, með jákvæða rekstrarniðurstöðu.
Tekjur eru 3,6 milljörðum hærri en á síðasta ári, og munar þar mest um auknar skatttekjur og framlög vegna flóttamanna.
Þegar skoðuð er fjárhagsáætlun og bókun meirihlutans vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 kemur fram að gert var ráð fyrir að tekinn yrði í notkun leikskóli í Dalshverfi III (Drekadalur) og íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla. Hvorugt verkefnið gekk eftir og því hefur ekki orðið rekstrarkostnaður vegna þessara stofnana. Þrátt fyrir það vekur athygli að rekstrarkostnaður í ársreikningi er 3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og eykst um 2,6 milljarða á milli ára.
Handbært fé lækkar mikið á milli ára og með þessu áframhaldi getur bæjarsjóður lent í vandræðum með að standa við skuldbindingar nema til komi lánveitingar eins og þegar hefur verið samþykkt í bæjarráði.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét Þórarinsdóttir (U).

Forseti gerði fundarhlé kl. 19:14.
Fundur settur aftur kl. 19:40.

Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarfulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar:

„Jákvæð niðurstaða ársreiknings Reykjanesbæjar upp á 1,4 milljarða er tvöfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir.
Í byrjun árs hefur verið mikið og hratt útstreymi fjármagns vegna framkvæmda en nefna má til að mynda:
Framkvæmdir við Myllubakkaskóla 400 milljónir, framkvæmdir við Holtaskóla 190 milljónir, framkvæmdir við Stapaskóla, íþróttahús 200 milljónir, framkvæmdir við hjúkrunarheimili 265 milljónir auk fleiri fjárfestinga.
Vegna fjárfestinga á árinu upp á 5,3 milljarða er fyrirséð að Reykjanesbær mun fara í lántöku á árinu líkt og lagt var upp með og fjárhagsáætlun 2024 ber með sér. Auk þess hefur verið lögð fram tillaga að innviðagjöldum í Reykjanesbæ eins og tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélögum til innviðauppbyggingar sem munu nema allt að 50 milljörðum á næstu 10 árum.
Reykjanesbær er að reisa tvo 120 barna leikskóla sem opna í ár auk þess að opna útibú Tjarnarsels við gamla barnaskólann okkar sem rúmar 20-25 börn. Meirihlutinn hefur sett sér það markmið að 18 mánaða börn komist í okkar leikskóla á kjörtímabilinu.
Þegar rýnt er í aðalatriðin eru rekstrartekjur sveitarfélagsins 25 milljarðar en rekstrargjöld 21,9 milljarðar. Þannig er heilbrigður rekstur að tekjur duga fyrir gjöldum og það sé afgangur til staðar. Það erum við að gera því íbúar gera þá kröfu að rekstur sveitarfélagsins sé ábyrgur.“

Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hjörtur M. Guðbjartsson (S) Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Ársreikningur 2023 samþykktur 10-0. Margrét Þórarinsdóttir (U) situr hjá.

Með því að smella hér má skoða ársreikning 2023 á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:56.