685. fundur

19.11.2024 17:00

685. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 19. nóvember 2024, kl. 17:00

Viðstaddir fundarmenn: Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 7. og 14. nóvember 2024 (2024010003)

Tekið er fyrir til sérstakrar samþykktar 10. mál fundargerðar bæjarráðs frá 14. nóvember 2024, Heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga (2024040272), með eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 2.500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna skammtímafjármögnun sem tekin hefur verið á árinu 2024 sem nýtt var í miklar framkvæmdir á árinu s.s. nýbyggingar íþróttahúss, tvenn húsnæði fyrir leikskóla og meiriháttar viðgerðir á tveimur skólabyggingum vegna rakaskemmda sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.“

Samþykkt með öllum atkvæðum bæjarstjórnar 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1490. fundar bæjarráðs 7. nóvember 2024
Fundargerð 1491. fundar bæjarráðs 14. nóvember 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 15. nóvember 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 15. nóvember til sérstakrar samþykktar.

Sjötta mál fundargerðarinnar Deiliskipulag Skógarhverfis og Grænásbrautar (2020090491) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Brekadalur 62-66 - breyting á byggingarreit (2024110150) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Huldudalur 23-27 - breyting á byggingarreit (2024110147) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Hótel Keflavík (2024110063) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Ljósaskilti við Hljómahöll (2024100423) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Brekadalur 1-13 - niðurstaða grenndarkynningar (2024080454) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir og lagði fram tillögu um að vísa máli 3, Reykjanesbraut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164), til frekari vinnslu í bæjarráði.

Til máls tók Alexander Ragnarsson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Umbótar:

3 mál. Reykjanesbraut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164):

„Vegagerðin kynnti fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 15. október síðastliðinn, niðurstöður valkostagreiningar, sem er hluti af endurskoðun frumdraga stofnbrautarinnar frá Hafnarvegi að Garðskagavegi. Ekki var sátt um tillögurnar og hefur Vegagerðin komið fram með nýjan valkost.

Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót leggja áherslu á að unnið sé þétt með kjörnum bæjarfulltrúum og hagaðilum áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar enda um gríðarlegt hagsmunamál að ræða fyrir Reykjanesbæ.“

Alexander Ragnarsson, Margrét Sanders, Birgitta Rún Birgisdóttir Sjálfstæðisflokki og Margrét Þórarinsdóttir Umbót.

Til máls tóku Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders.

Fundarhlé var gert kl. 17:32.
Fundur aftur settur kl. 17:37.

Bókun Sjálfstæðisflokks dregin til baka.

Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason og lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:

3 mál. Reykjanesb:raut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164)

„Í kynningu um málið frá Vegagerðinni voru settir fram fimm valkostir, allir með sína kosti og galla.

Nú liggur fyrir erindi um að setja tvo valkosti, kost þrjú og sex í umhverfismat. Að mati bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er ótímabært að senda umrædda tvo kosti í umhverfismat áður en valkostur sex sé kynntur nánar. Einnig bókaði umhverfis- og skipulagsráð að mikilvægt sé að leitað sé ráðgjafar hjá óháðum aðila til að leggja frekara mat á valkostagreininguna með hagsmuni Reykjanesbæjar að leiðarljósi.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur áhyggjur af framtíðarútfærslu vegakerfis okkar og samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu til bæjarráðs.“

Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri (B) Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Alexander Ragnarsson (D), Birgitta Rún Birgisdóttir (D), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (U), og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Samþykkt 11-0 að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 351. fundar umhverfis- og skipulagsráðs - 15. nóvember 2024

3. Fundargerð menntaráðs 8. nóvember 2024 (2024010202)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

4. mál. Mælaborð menntasviðs - 3. ársfjórðungur (2024080411)

„Menntaráð ítrekar bókun frá 377. fundi ráðsins varðandi ráðningu starfsmanns í mannauðsdeild Reykjanesbæjar sem hefur umsjón með mannauðsmálum menntasviðs. Málinu var vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Það hryggir mig að það hlaut ekki hljómgrunn hjá meirihlutanum, Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Beinni leið. Sér meirihlutinn virkilega ekki ávinning af því ráða mannauðsstjóra?

Eins og staðan er í dag þá erum við að tala um 200 milljónir í greiðslur til starfsfólks sem hefur farið í langtímaveikindi. Við verðum að hlúa betur að kennurum. Með því að ráða mannauðsstjóra inn á menntasvið þá erum við að tryggja að starfsfólk á menntasviði, sem mun ná yfir kennara og stuðningsaðila, fái þann stuðning og þau úrræði sem þau þurfa til að sinna störfum sínum vel. Ég tel það mjög mikilvægt að ráða inn mannauðsstjóra inn á menntasvið sem mun greina þann vanda sem er nú til staðar og hver ástæðan er á bakvið öll þessi langtímaveikindi.

Reykjanesbær eins og önnur sveitarfélög stendur frammi fyrir áskorun í mannauðsmálum svo sem skorti á kennurum og öðru faglærðu starfsfólki. Mannauðsstjórinn mun vinna náið með stjórnendum menntasviðs og sveitarfélaginu í heild til að móta stefnu sem styrkir skólakerfið og þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Með því að tryggja gott starfsumhverfi fyrir þá sem starfa að menntamálum mun það hafa óbein áhrif á menntun og uppeldi barna sem er ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins til framtíðar. Það er ljóst að með því að ráða mannauðsstjóra inn á sviðið munum við skapa sterkt, öflugt og framsækið menntasvið.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 379. fundar menntaráðs 8. nóvember 2024

4. Fundargerð lýðheilsuráðs 12. nóvember 2024 (2024010208)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 52. fundar lýðheilsuráðs 12. nóvember 2024

5. Fundargerð velferðarráðs 13. nóvember 2024 (2024010214)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 437. fundar velferðarráðs 13. nóvember 2024

6. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 14. nóvember 2024 (2024010206)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 291. fundar atvinnu- og hafnarráðs 14.11.2024_yfirlesin drög

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 15. nóvember 2024 (2024010207)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 188. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 15. nóvember 2024

8. Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 - kosning undirkjörstjórnar (2024100190)

Tilnefningar yfirkjörstjórnar um starfsfólk í undirkjörstjórn skv. 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

Tilnefningar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Kosning undirkjörstjórnar vegna alþingiskosninga 2024

9. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025-2028 - fyrri umræða (2024050440)

Forseti gaf orðið laust um fjárhagsáætlunina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri sem fylgdi áætluninni úr hlaði og fór yfir helstu áhersluatriði.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 vísað til síðari umræðu 3. desember nk. Samþykkt 11-0.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.