695. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, aukafundur haldinn á Teams, 4. apríl 2025, kl. 13:30
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
Sverrir Bergmann Magnússon boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hann.
1. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2024040272)
Tekinn er fyrir hluti af fimmta máli frá fundi bæjarráðs 3. apríl 2025 þar sem bæjarráð samþykkti 5-0 að óska eftir skammtímafjármögnun allt að kr. 1.000.000.000.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með á aukabæjarstjórnarfundi þann 4. apríl 2025 að óska eftir skammtímafjármögnun allt að kr. 1.000.000.000, með lokagjalddaga þann 31. desember, 2025 hjá Íslandsbanka. Lántakan var samþykkt á bæjarráðsfundi nr. 1510 sem haldinn var 3. apríl 2025 undir 5. máli á dagskrá.
Lántaka er ætluð til að brúa tímabil á meðan langtímafjármögnun sveitarfélagsins stendur yfir.
Jafnframt er Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, fjármálastjóra og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánaskjöl sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:40.