701. fundur

19.08.2025 17:00

701. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 19. ágúst 2025, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.

1. Fundargerð bæjarráðs 14. ágúst 2025 (2025010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1526. fundar bæjarráðs 14. ágúst 2025

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 8. og 15. ágúst 2025 (2025010011)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 8. ágúst til sérstakrar samþykktar.

Sjötta mál fundargerðarinnar Bolafótur M11 - breyting á aðalskipulagi (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - H4 og M7 (2024110165) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Helguvík I1, I8, I10, AT15 og H1 - breyting á aðalskipulagi (2024070278) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Valhallarbraut 757 - bílastæði (2025070244) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Helguvík - millilager fyrir garðúrgang (2025080043) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar H Fuglavík 35 - breyting á byggingarreit (2025070188) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Enginn fundarmanna tók til máls.
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 368. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 8. ágúst 2025
Fundargerð 369. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 15. ágúst 2025 - aukafundur

3. Fundargerð velferðarráðs 14. ágúst 2025 (2025010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sigurrós Antonsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun Umbótar og Sjálfstæðisflokks:

Mál 2 frá fundargerð velferðarráðs 14. ágúst 2025 Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2024100122)

„Umbót og Sjálfstæðisflokkurinn mótmæla því harðlega að ríkið skuli ekki standa við skuldbindingar sínar. Með einhliða uppsögn samnings um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, skilur ríkið sveitarfélagið eftir með tugmilljón króna skuldbindingar, í formi húsaleigusamninga, launa og reksturs sem ekki er hægt að slíta með svo skömmum fyrirvara.

Umbót og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ávallt verið mótfallin þessum samningum og nú kemur enn einu sinni í ljós að ríkinu er ekki treystandi fyrir hagsmunum sveitarfélagsins. Margítrekað hefur verið að fjárhagslegt tjón og aukið álag á innviði sveitarfélagsins blasir við, á meðan ríkið hverfur af vettvangi.

Umbót og Sjálfstæðisflokkurinn krefjast þess að ríkið bæti sveitarfélaginu þann kostnað sem uppsögn samningsins hefur í för með sér og ítrekar að ríkið ber ábyrgð á þjónustunni og að ganga frá henni á ásættanlegan hátt.“

Margrét Þórarinsdóttir Umbót, Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun: Sjálfstæðisflokks:

Mál 2 frá fundargerð velferðarráðs 13. mars 2025 Félagslegt húsnæði - eignasafn, biðlisti og biðtími eftir úthlutun (2025020341)

„Á bæjarstjórnarfundi þann 18. mars síðastliðinn, í kjölfar bókunar Velferðarráðs, óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir upplýsingum um félagslegt húsnæði og óhagnaðardrifin leigufélög í Reykjanesbæ, auk samanburðar við sambærileg sveitarfélög. Í framhaldi var farið yfir málið á næsta bæjarráðsfundi. Upplýsingar sem beðið var um hafa ekki enn komið fram og ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn beiðnina um upplýsingar sem lagðar voru fram í 8 liðum og óskar eftir því að svörin berist á næsta bæjarstjórnarfundi.“

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir,

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 445. fundar velferðarráðs 14. ágúst 2025

4. Atvinnustefna Reykjanesbæjar 2025 - 2035 – síðari umræða (2023020501)

Forseti gaf orðið laust um atvinnustefnu Reykjanesbæjar. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.

Atvinnustefna Reykjanesbæjar 2025-2035 samþykkt 11-0.

5. Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum - fyrri umræða (2024080039)

Bjarni Páll Tryggvason fylgdi stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum úr hlaði.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Róbert Jóhann Guðmundsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Stefnu um starfamannaíbúðir á Suðurnesjum vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

6. Tómstundastefna Reykjanesbæjar - fyrri umræða (2023050566)

Valgerður Björk Pálsdóttir fylgdi tómstundastefnu Reykjanesbæjar úr hlaði.

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Tómstundastefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 2. september 2025.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:07.