- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll og sat Alexander Ragnarsson fundinn í hennar stað.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll og sat Róbert Jóhann Guðmundsson fundinn í hans stað.
Bæjarstjórn samþykkir 11-0 að taka á dagskrá málið Fundargerð lýðheilsuráðs 2. september 2025 (2025010006). Fjallað verður um málið undir dagskrárlið 5.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókanir Umbótar:
Mál 1 frá fundargerð bæjarráðs 4. september 2025, Sunnubraut 35 - íþróttaakademíureitur (2025010481).
„Umbót ítrekar að við höfum beitt okkur fyrir því að innviðir og samgöngur fylgi uppbyggingu. Þetta sést skýrt í bókunum okkar í bæjarstjórn, m.a. 4. apríl 2023 þar sem lögð var fram formleg bókun um nauðsyn markvissra aðgerða, 17. september 2024 þar sem bókað var að kerfið yrði að standa undir þjónustu við þá sem reiða sig á hana, og 5. nóvember 2024 þar sem ítrekuð var krafa um að þjónusta og innviðir haldist í hendur við uppbyggingu.
Í ljósi þessa krefst Umbót þess að Íþróttaakademíureiturinn verði skipulagður með heildrænni umferðargreiningu, öruggu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi og skýrum lausnum fyrir akandi umferð. Fjármögnun innviða þarf að fylgja frá byrjun og bílahús verði sérstaklega skoðað sem framtíðarlausn enda er reiturinn á miðpunkti bæjarins þar sem verslunarmiðstöð, íþróttamannvirki og íbúðir mætast og álag verður mikið.
Reynslan sýnir hvað gerist þegar samgöngumál eru skilin eftir. Jafnframt liggur fyrir að bæjarfélagið stendur nú þegar frammi fyrir stórum samgönguverkefnum, s.s. hringtorgi við Fitjatorg og tvöföldun Reykjanesbrautar, sem undirstrikar að samræmd nálgun er nauðsynleg svo lausnir styðji hver aðra.
Umbót styður metnaðarfulla uppbyggingu á Akademíureitnum, en ekki nema tryggt sé að samgöngur, öryggi og aðgengi séu leyst samhliða með fjármögnun og framtíðarlausnum á borð við bílahús.“
Bæjarfulltrúi Umbótar Margrét Þórarinsdóttir.
Mál 8 frá fundargerð bæjarráðs 4. september 2025, Umsókn um lóð - Grænásbraut 2 (2025070120).
„Við í Umbót fordæmum ákvörðun Kadeco um að fella ekki niður byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar Brynju leigufélags á Ásbrú. Hér var um að ræða uppbyggingu á sjö íbúðum fyrir fatlað fólk, hóp sem býr nú þegar við mikinn hússnæðisskort. Að hafna slíku verkefni á grundvelli tekjuöflunar er einfaldlega ósanngjarnt og óásættanlegt.
Reykjanesbær hefur árum saman borið alla kostnaðarliði við þjónustu innviða á Ásbrú á meðan Kadeco virðist fyrst og fremst sækjast eftir tekjum. Slík vinnubrögð ganga ekki lengur upp.
Það er kominn tími til að segja hlutina eins og þeir eru. Ef ríkið og Kadeco ætla að stjórna svæðinu með þessum hætti þá er eðlilegt að þau taki einfaldlega yfir alla ábyrgð og reki þar sjálfstætt sveitarfélag. Reykjanesbær getur ekki borið ábyrgð á öllum kostnaði á sama tíma og aðrir hirða tekjurnar. Umbót leggur til að bæjarfélagið einblíni hér eftir á uppbyggingu á þeim svæðum sem það á sjálft í stað þess að una lengur við ósanngjarna og skaðlega aðkomu Kadeco að málefnum Ásbrúar.“
Bæjarfulltrúi Umbótar Margrét Þórarinsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1529. fundar bæjarráðs 4. september 2025
Fundargerð 1530. fundar bæjarráðs 11. september 2025
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 5. september til sérstakrar samþykktar:
Fyrsta mál fundargerðarinnar Sporthúsið - stækkun (2025080471) samþykkt 11-0 án umræðu.
Annað mál fundargerðarinnar Njarðarbraut 11 - skilti (2025080336) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þriðja mál fundargerðarinnar Þrastartjörn 44 - bílskúr (2024090184) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórða mál fundargerðarinnar Baugholt 17 - bílastæði (2025090064) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Þverholt 18 - bílastæði (2025070270) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Dalshverfi III - staðsetning sorps (2025080307) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Steinás 23 - sólstofa (2025080088) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 371. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 5. september 2025
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir, Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 446. fundar velferðarráðs 11. september 2025
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 388. fundar menntaráðs 12. september 2025
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 60. fundar lýðheilsuráðs 2. september 2025
Bæjarstjórn: Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki hefur óskað eftir lausn frá setu í bæjarstjórn vegna anna í starfi. Næsti bæjarfulltrúi inn er Alexander Ragnarsson.
Alexander Ragnarsson fer út sem varamaður í bæjarstjórn, næsti bæjarfulltrúi inn sem varamaður í bæjarstjórn er Eyjólfur Gíslason.
Helga Jóhanna Oddsdóttir fer út sem skrifari í bæjarstjórn. Tilnefning kom um Alexander Ragnarsson. Ekki bárust aðrar tilnefningar og var hann því sjálfkjörinn.
Menntaráð: Helga Jóhanna Oddsdóttir fer út sem aðalmaður í menntaráði, Ríkharður Ibsen kemur inn sem aðalmaður. Ekki bárust aðrar tilnefningar og var hann því sjálfkjörinn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:01.