706. fundur

04.11.2025 17:00

706. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 4. nóvember 2025 kl. 17:00

Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Birgitta Rún Birgisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hana.
Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 23. og 30. október 2025 (2025010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 3 frá fundargerð bæjarráðs 23. október 2025, Verklag vegna umönnunar í leikskólum (2025050381)

„Ég vil byrja á því að þakka Helga Arnarsyni fyrir greinargóða framsetningu á bæjarráðsfundi. Ég tel mikilvægt að styðja verkefni sem efla leikskólastarf, tryggja öryggi barna og skapa heilbrigt starfsumhverfi. Ég fagna því að hér sé verið að móta skýrar verklagsreglur til að bregðast við undirmönnun og styð þessa nálgun.

Mér finnst sérstaklega jákvætt að áhersla er lögð á faglegt verklag, stöðugleika í starfi og nánara samstarf við leikskólastjórnendur. Ég ítreka að lykilatriði er að bakvarðasveitin sé virk, raunhæf og búin starfsmönnum sem hafa þekkingu á starfinu, svo hægt sé að bregðast hratt og örugglega við þegar þörf krefur. Slíkt tryggir bæði sveigjanleika og gæði þjónustu.

Börn eiga rétt á öruggu, stöðugu og faglegu umhverfi — og starfsfólk á rétt á sama vinnuramma. Ég styð þetta verklag og hlakka til að fylgjast með framkvæmdinni með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Alexander Ragnarsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1535. fundar bæjarráðs 23. október 2025
Fundargerð 1536. fundar bæjarráðs 30. október 2025

2. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 21. október 2025 (2025010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 5 frá fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 21. október 2025, Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2026 (2025060203)

„Í ljósi þess að fjárhagsstaða bæjarins er mjög þröng um þessar mundir tel ég mikilvægt að við sýnum varfærni og ábyrgð í nýjum fjárhagslegum skuldbindingum.

Verkefnin sem hér eru lögð fram „utan ramma“ frá íþrótta- og tómstundaráði eru fjölbreytt og mörg þeirra verðug. Hins vegar þurfum við að setja skýrar faglegar forgangslínur í samræmi við skyldur sveitarfélagsins.
Ég legg áherslu á að verkefni sem styðja við farsæld barna og ungmenna, í anda farsældarlaga nr. 86/2021, njóti forgangs. Þar má sérstaklega nefna eflingu félagsmiðstöðva og ungmennahúss, stuðning við ungmennaráð og verkefni sem tryggja jafnræði í aðstöðu stúlkna og drengja innan íþróttahreyfingar.

Á sama tíma þurfum við að tryggja að fjárfestingar séu framkvæmanlegar í núverandi fjárhagsstöðu og þjónusti sem breiðastan hóp barna og ungmenna. Ég hvet til þess að sett verði skýr forgangsröðun og að við vöndum til verka í þessari vinnu með velferð barna og ábyrgan rekstur að leiðarljósi.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.


Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 198. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 21. október 2025

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 22. október 2025 (2025010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 2 frá fundargerð lýðheilsuráðs frá 22. október 2025, Farsæld barna á Suðurnesjum (2025060040)

„Ég fagna þessari áframhaldandi innleiðingu farsældarlaganna (nr. 86/2021) í Reykjanesbæ. Lögin tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og að þjónusta sé samfelld, snemmtæk og barnamiðuð. Það er lykilatriði að þjónustan fylgi þörfum barnsins en ekki öfugt.

Sem fulltrúi minnihlutans í farsældarráði, og félagsráðgjafi að mennt, legg ég áherslu á að samstarf fagfólks, foreldra og barna sé virkt og að kerfið styðji við fjölskyldur án ónauðsynlegra hindrana. Við þurfum að tryggja að þjónustan sé aðgengileg, mannleg og samhæfð — þannig að foreldrar og börn þurfi ekki sjálf að halda utan um kerfið.

Ég hlakka til þátttöku í sameiginlegu málþingi farsældarráðs þann 20. nóvember, þar sem staða barna á Suðurnesjum verður í forgrunni. Það er mikilvægt að þessi vinna byggi á samtali, fagþekkingu og sameiginlegri framtíðarsýn til að tryggja farsæld barna í okkar samfélagi.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 61. fundar lýðheilsuráðs 22. október 2025

4. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 22. október 2025 (2025010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Til máls tók Alexander Ragnarsson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 6 frá fundargerð atvinnu- og hafnarráðs frá 22. október 2025, Skemmtiferðaskip (2025020389)

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur heilshugar undir bókun atvinnu- og hafnarráðs í máli 6, Skemmtiferðaskip:

Atvinnu- og hafnarráð beinir því til viðeigandi stjórnvalda að núverandi skattlagning á farþega skemmtiferðaskipa á Íslandi verði endurskoðuð þannig að hún verði sanngjarnari og fyrirsjáanlegri í framtíðinni.“

Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Birgitta Rún Birgisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét Þórarinsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 301. fundar atvinnu- og hafnarráðs 22.10.25

5. Fundargerð sjálfbærniráðs 24. október 2025 (2025010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 65. fundar sjálfbærniráðs 24. október 2025

6. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 24. október 2025 (2025010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U), lagði fram bókun um mál 4 frá fundargerð menningar- og þjónusturáðs frá 24. október 2025, Skipulagsbreytingar og starfsmannamál (2025100330), sem var dregin til baka.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Alexander Ragnarsson, Kjartan Már Kjartansson og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 69. fundar menningar- og þjónusturáðs 24. október 2025

7. Breytingar á skipan fulltrúa og embætta í bæjarstjórn og ráðum (2024010091)

Bæjarstjórn: Valgerður Björk Pálsdóttir hefur óskað eftir lausn frá setu í bæjarstjórn og bæjarráði vegna anna í starfi frá og með 1. nóvember 2025. Næsti bæjarfulltrúi Beinnar leiðar inn er Helga María Finnbjörnsdóttir.

Helga María Finnbjörnsdóttir fer út sem varamaður í bæjarstjórn, næsti bæjarfulltrúi inn sem varamaður er Birgir Már Bragason.

Kosning varaskrifara í bæjarstjórn: Valgerður Björk Pálsdóttir fer út sem varaskrifari. Tillaga kom um Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur, ekki bárust aðrar tilnefningar og var hún því sjálfkjörin.

Helga María Finnbjörnsdóttir (Y) tekur sæti áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Birgir Már verður varaáheyrnarfulltrúi samkvæmt lista.

Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) fer út sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði, Jóhann Gunnar Sigmarsson kemur inn sem aðalmaður.

Eva Stefánsdóttir (B) fer út sem aðalmaður í menningar- og þjónusturáði, Gunnar Jón Ólafsson kemur inn sem aðalmaður.

Gunnar Jón Ólafsson fer út sem varamaður, Eva Stefánsdóttir kemur inn sem varamaður.

Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:58.