710. fundur

07.01.2026 17:00

710. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 6. janúar 2026, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sigurrós Antonsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir, boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hana.
Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 18. desember 2025 (2025010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 1 frá fundargerð aukafundar bæjarráðs 18. desember 2025 Ráðning sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs (2025080466)

„Undirrituð vilja árétta að við samþykkt fundargerðar aukafundar bæjarráðs 18. desember var á fundinum vísað til þess að það tíðkaðist ekki að skrá í fundargerðir andstöðu eða hjásetu fulltrúa í ráðningarmálum.

Undirrituð tóku þau sjónarmið gild og samþykktu fundargerðina á þeim forsendum. Að lokinni yfirferð eldri fundargerða bæjarráðs vegna ráðningarmála liggur hins vegar fyrir að sú fullyrðing stenst ekki. Í eldri fundargerðum bæjarráðs kemur skýrt fram hvernig afstaða fulltrúa er skráð við ráðningar. Við ráðningu fjármálastjóra Reykjanesbæjar var einhugur í bæjarráði og það skráð í fundargerð. Við ráðningu forstöðumanns Súlunnar var hins vegar ekki einhugur og þar kom skýrt fram afstaða allra bæjarfulltrúa, þar á meðal hverjir sátu hjá.

Þessi fordæmi sýna að það tíðkast að skrá bæði einhug og ágreining í ráðningarmálum. Þar sem bæjarráð fer með ráðningarvald samkvæmt bæjarmálasamþykkt er mikilvægt, af stjórnsýslu- og gagnsæissjónarmiðum, að fundargerðir endurspegli með skýrum hætti afstöðu fulltrúa.

Undirrituð telja því rétt að þessi sjónarmið liggi fyrir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn og að skýrt komi fram að undirrituð greiddu ekki atkvæði með þeirri ákvörðun að bjóða viðkomandi sem ráðinn var, starf sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs.

Auk framangreinds gera undirrituð alvarlegar athugasemdir við framkvæmd ráðningarferlis sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs, sem að okkar mati var hvorki samræmt né í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.

1. Formaður bæjarráðs lýsti yfir vanhæfi allra bæjarfulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna tengsla við umsækjendur, auk áheyrnarfulltrúa Beinnar leiðar.
2. Í kjölfarið áttu tveir fulltrúar Framsóknar í bæjarráði og einn fulltrúi Umbótar að annast ráðningarferlið fyrir hönd bæjarráðs. Viðtöl voru tekin við þrjá umsækjendur sem ráðningarstofa hafði metið hæfasta.
3. Síðar gerði fulltrúi Samfylkingar í bæjarráði kröfu um að koma að ráðningarferlinu.
4. Boðaður var aukafundur bæjarráðs þar sem ekki voru boðaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokks né áheyrnarfulltrúi Beinnar leiðar.
5. Að lokinni fyrirspurn oddvita Sjálfstæðisflokksins um vanhæfi fulltrúa flokksins og um boðun á aukafund bæjarráðs var þeim fundi frestað.
6. Umsækjendurnir þrír voru þá aftur kallaðir í viðtöl, en í þeim viðtölum sátu einungis fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, ásamt mannauðsstjóra og fulltrúa ráðningarskrifstofu.
7. Í kjölfarið var boðaður annar aukafundur bæjarráðs þar sem lagt var mat á frammistöðu í viðtölum sem höfðu ekki farið fram samtímis. Þar af leiðandi var mat fulltrúa bæjarráðs ekki byggt á sameiginlegum forsendum.

Eins og sjá má af framangreindu var ráðningarferlið óskilgreint, ósamræmt og breytilegt á milli áfanga, sem að mati undirritaðra samrýmist hvorki meginreglum jafnræðis, fyrirsjáanleika né gagnsæis í stjórnsýslu.

Bókun þessi er lögð fram til að tryggja gagnsæi, jafnræði og ábyrgð í stjórnsýslu til framtíðar.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót og Alexander Ragnarsson, Sjálfstæðisflokki.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Margrét Þórarinsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Alexander Ragnarsson.

Forseti gerði fundarhlé kl. 17:19.
Fundur aftur settur kl. 17:28.

Fundargerð frá 18. desember samþykkt 11-0.

Fundargerð aukafundar bæjarráðs frá 18. desember 2025 samþykkt 7-0. Margrét A. Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Alexander Ragnarsson (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U) sitja hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.

Fylgigögn:

Fundargerð 1543. fundar bæjarráðs 18. desember 2025
Fundargerð 1544. fundar bæjarráðs aukafundur 18. desember 2025

2. Fundargerð bæjarráðs 2. janúar 2026 (2026010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1545. fundar bæjarráðs 2. janúar 2026

3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. desember 2025 (2025010011)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 18. desember til sérstakrar samþykktar:

Sjöunda mál fundargerðarinnar Vitabraut 7 – ósk um deiliskipulagsbreytingu (2025120168) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbergur Reynisson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Sigurrós Antonsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Róbert Jóhann Guðmundsson.

Forseti gerði fundarhlé kl. 17:50.
Fundur aftur settur kl. 18:01.

Til máls tóku Alexander Ragnarsson, Róbert Jóhann Guðmundsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 379. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. desember 2025

4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 18. desember 2025 (2025010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 1 frá fundargerð stjórnar Eignasjóðs frá 18. desember 2025 Fjárfestingaverkefni 2025 – staða framkvæmda og kostnaðar (2024090522)

„Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót ítreka eftirfarandi ósk sem kom fram í bókun bæjarráðs 7. ágúst 2025 um að fá heildaruppgjör miðað við áætlanir vegna eftirfarandi verkefna:

- Stapaskóli - nýbygging
- Íþróttahús og sundlaug Stapaskóla
- Asparlaut leikskóli
- Drekadalur leikskóli
- Endurbætur Holtaskóla
- Endurbætur Myllubakkaskóla
- Bókasafn – nýtt verkefni í Hljómahöll

Í þessari beiðni var einnig nefnt að mikilvægt er að allur kostnaður við ofangreind verkefni verði tekinn með.

Vegna fyrri umræðu í bæjarstjórn um uppgjör á verkefnum þá viljum við einnig leggja áherslu á að fram komi upphafleg fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig og samþykkt fyrir verkefninu. Ef samþykktar eru viðbætur við ofangreind verkefni eða breytingar að þá komi þar fram upphæð og dagsetning á samþykkt þeirra.“

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson, Alexander Ragnarsson Sjálfstæðisflokki og Margrét Þórarinsdóttir Umbót.

Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 24. fundar stjórnar Eignasjóðs 18. desember 2025

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 17. desember 2025 (2025010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 63. fundar lýðheilsuráðs 17. desember 2025

6. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 19. desember 2025 (2025010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 71. fundar menningar- og þjónusturáðs 19. desember 2025


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:28.