213. fundur

01.06.2015 00:00

213. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar haldinn 1. júní 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 08:15

Mættir : Halldór Rósmundur Guðjónsson formaður, Hildur Gunnarsdóttir aðalmaður, Ólafur Grétar Gunnarsson aðalmaður, Sigurrós Antonsdóttir aðalmaður, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir varamaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Laufey Bjarnadóttir ráðgjafi, Kolbrún Þorgilsdóttir ráðgjafi og Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi, sem einnig ritaði fundargerð.

1. 3 trúnaðarmál

2. Heimilisofbeldi - Trappan (2015010683)
Starfsmenn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar hafa unnið verklag varðandi vinnu með börnum sem hafa upplifað heimilisofbeldi. Málið kynnt fyrir nefndinni.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar fagnar frumkvæði starfsmanna nefndar í vinnu með börnum sem hafa upplifað heimilisofbeldi. 

3 Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar skv. 47. gr. bvl. (2015050363)
Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.  Breytingar á reglunum voru samþykktar í Fjölskyldu- og félagsmálaráði þann 5. maí sl. Málið kynnt fyrir nefndinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin lögð fram á fundi bæjarstjórnar 16. júní 2015.