247. fundur

06.04.2018 00:00

247. Fundur Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 06.04.2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Halldór R. Guðjónsson, Hólmfríður Karlsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson, Guðbjörg Á. Sigurðardóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi, sem einnig ritaði fundargerð.

1. 2 trúnaðarmál á dagskrá

2. Kynning á Herning hugmyndafræði
María Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti Herning hugmyndafræði fyrir nefndarmönnum.

Öll börn eiga rétt á að vera þátttakendur í samfélaginu sem þau búa í, eiga rétt á að vaxa og dafna í eins venjulegu lífi og mögulegt er. Eiga rétt á að búa við öryggi og að þau geti nýtt hæfileika sína til fulls og tækifæri á að vinna með veikleika sína.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar hefur áhuga á að innleiða Herning hugmyndafræðina innan Reykjanesbæjar þar sem hún tekur á ofangreindum þáttum.
Með innleiðingu á Herning er unnið með snemmtæka íhlutun, lögð áhersla á þverfaglega þekkingu og betra aðgengi að starfsmönnum ásamt auknu samstarfi milli starfsmanna og fjölskyldna.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar tekur undir það sem fram kemur í samantekt Heru Óskar Einarsdóttur sviðsstjóra Velferðarsviðs og Maríu Gunnarsdóttur forstöðumanns barnaverndar um mikilvægi þess að afla frekari þekkingar á Herning hugmyndafræðinni, að kortleggja þau úrræði sem þegar eru til staðar og hefja undirbúning að stefnumótun í málefnum barna og ungmenna í Reykjanesbæ sem þurfa sérstaka athygli.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar óskar eftir að Hera Ósk Einarsdóttir og María Gunnarsdóttir komi með tillögu að áætlun varðandi innleiðingu á hugmyndafræðinni fyrir næsta fund barnaverndarnefndar þann 23. apríl 2018.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2017.