262. fundur

26.08.2019 08:15

262. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. ágúst 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. 3 trúnaðarmál á dagskrá.

2. Ábyrg saman - samstarfssamningur (2019080487)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, sagði frá samstarfssamningi milli velferðarsviðs Reykjanesbæjar og Lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna forvarnarverkefnisins Ábyrg saman, en samningurinn var undirritaður 20. ágúst sl. Með verkefninu er unnið út frá heimsmarkmiði 3, Heilsa og vellíðan. Lögð er áhersla á að efla forvarnir og beita snemmtækri nálgun til að mæta áhættuhegðun hjá börnum. Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telja mikilvægt að bregðast strax við vanda barns þegar afskipti lögreglu verða af barni sem stundar áhættuhegðun og koma þannig frekar í veg fyrir endurtekin afskipti.

Fylgigögn:

Ábyrg saman - greinargerð


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.