270. fundur

25.05.2020 08:15

270. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. maí 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar 2018 - 2022 (2019050953)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, kynnti framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar 2018 – 2022.

Barnaverndarnefnd mun vinna málið áfram og taka það aftur á dagskrá á næsta fundi.

2. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, lagði fram mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar fyrir apríl 2020.

Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar

Í apríl 2020 bárust 67 tilkynningar vegna 52 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 20 mál en á sama tíma árið 2019 voru tilkynningarnar 44 vegna 30 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 10.
Í apríl 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum, foreldrum og ættingjum.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneysla foreldra, frá janúar til apríl bárust 58 tilkynningar en á sama tíma árið 2019 voru þær 46.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi, frá janúar til apríl bárust 23 tilkynningar en á sama tíma 2019 voru þær 14.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.