272. fundur

31.08.2020 08:15

272. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. ágúst 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Elín Guðmundsdóttir sálfræðingur og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. 8 trúnaðarmál á dagskrá.

2. Framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018–2022 (2019050953)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdaáætlun barnaverndar og fór yfir vinnu við framtíðaráætlun barna í varanlegu fóstri 16-18 ára og fræðsluáætlun barnaverndar.

3. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)

María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar

Í júní 2020 bárust 65 tilkynningar vegna 57 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 30. Í júlí 2020 bárust 107 tilkynningar vegna 56 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 25.
Í júní 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu og heilbrigðisstofnunum en í júlí frá ættingjum og lögreglu.

Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu - umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneyslu foreldra, frá janúar til júlí bárust 119 tilkynningar en á sama tíma árið 2019 voru þær 83. Einnig hefur verið aukning á tilkynningum er varðar heimilisofbeldi, frá janúar til júlí 2020 bárust 52 tilkynningar en á sama tíma árið 2019 voru þær 35.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.