- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Kolbrún N. Þorgilsdóttir ráðgjafi, Sandra Jónsdóttir félagsráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, fór yfir niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í september 2020.
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Í ágúst 2020 bárust 55 tilkynningar vegna 40 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 18 mál.
Í ágúst 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu og öðrum.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu - umsjón og eftirlit, áfengis- og/eða fíkniefnaneysla foreldra, frá janúar til ágúst bárust 132 tilkynningar en á sama tíma árið 2019 voru þær 99.
Á árinu 2020 hefur verið aukning á tilkynningum er varðar heimilisofbeldi, frá janúar til ágúst barst 61 tilkynning en á sama tíma árið 2019 voru þær 44.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.