275. fundur

23.11.2020 08:15

275. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 23. nóvember 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Þórður Óldal Sigurjónsson ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. 5 trúnaðarmál á dagskrá.

2. Fósturgreiðslur (2020110306)

María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar gerði grein fyrir málinu.

3. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar (2019100079)

Drög að lýðheilsustefnu lögð fram. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn eða athugasemdum.

Farið var yfir drögin og er formanni barnaverndarnefndar falið að senda athugasemdir til lýðheilsuráðs.

4. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir lagðar fram. Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar

5. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)

María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar

Í október 2020 bárust 55 tilkynningar vegna 49 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 21 mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 71 vegna 56 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 19.

Í október 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum og skóla.

Barnaverndarnefnd lýsir yfir áhyggjum af aukningu barnaverndarmála á árinu 2020 og því álagi sem það veldur á starfsfólk.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.