- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Sandra Jónsdóttir félagsráðgjafi, Katrín Pétursdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð óska eftir umsögn um stefnuna.
Barnaverndarnefnd lýsir yfir ánægju með umhverfis- og loftslagsstefnuna en telur mikilvægt að Reykjanesbær verði leiðandi í flokkun sorps m.a. með því að samræma sorpflokkun hjá stofnunum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að í kaflanum um mengun, hljóðvist og loftgæði verði bætt við í mælanlegum undirmarkmiðum að dregið verði markvisst úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð og gerðar verði stöðugar hljóðmælingar á nokkrum stöðum í bænum.
Drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025 lögð fram. Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn um stefnuna.
Barnaverndarnefnd telur að vel sé staðið að menningarmálum í sveitarfélaginu og að menningarstefnan endurspegli það. Mikilvægt er að áfram verði hugað að menningarstarfi fyrir börn.
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í desember 2020 bárust 42 tilkynningar vegna 37 barna og vegna einnar ófrískrar konu. Fjöldi nýrra mála í könnun voru 26 mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 15. Í lok desember 2020 var heildarfjöldi barnaverndarmála 422 en 374 mál á sama tíma í fyrra.
Í desember 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, heilbrigðisstofnun, skóla og foreldrum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar 2021.