281. fundur

09.06.2021 08:15

281. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. júní 2021 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Henný Úlfarsdóttir forstöðumaður og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skipulagsbreyting á velferðarsviði (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri velferðarsviðs mættu á fundinn og kynntu skipulagsbreytingar á velferðarsviði Reykjanesbæjar.

Barnaverndarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á fyrirhuguðum breytingum á velferðarsviði sem hafa að leiðarljósi að bæta þjónustu og stuðla að aukinni velferð íbúa. Barnaverndarnefnd fagnar þessum skipulagsbreytingum sem miða að því að auka gæði þjónustu við börn og fjölskyldur en hlúa á sama tíma að velferð starfsmanna sem nefndin hefur lagt áherslu á.

2. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)

Fræðsluráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða Reykjanesbæjar um drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030.

Málinu er frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. júní 2021.