288. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. desember 2021 kl. 17:00
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Kolbrún Þorgilsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1-8. 8 trúnaðarmál á dagskrá.
9. Breytt skipulag barnaverndar (2021120010)
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á barnaverndarlögum sem taka gildi 28. maí 2022 en þær lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Umdæmisráðin fara með afmörkuð verkefni í tengslum við meðferð barnaverndarmála þar sem talin er mest þörf á sérhæfðri fagþekkingu í barnavernd. Að öðru leyti fer barnaverndarþjónusta með barnaverndarmál. Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, mun halda kynningu á breyttri skipan barnaverndar mánudaginn 13. desember 2021.
Fylgigögn:
Breytt skipulag barnaverndar - erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
10. Umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum (2021120037)
Lagt fram erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjanesbæ um samstarf um eitt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum í kjölfar breytinga á barnaverndarlögum sem taka gildi 28. maí 2022.
Barnaverndarnefnd felur teymisstjóra barnaverndar að vinna málið áfram.
11. Álagsmæling barnaverndar (2020120412)
Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í nóvember 2021.
Mikið álag er á starfsmönnum barnaverndar hjá Reykjanesbæ og hefur tilkynningum fjölgað verulega frá síðustu álagsmælingu. Unnið er að því að leita leiða til þess að minnka álagið með margvíslegum hætti. Þá skiptir miklu máli að tvö stöðugildi hafa verið samþykkt frá og með janúar og út árið 2022. Barnaverndarnefnd leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir þessum stöðugildum í fjárhagsáætlun til framtíðar.
12. Stuðningsúrræði barnaverndar (2021120049)
Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram svör við fyrirspurn Margrétar Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa og varamanns í barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar varðandi stuðningsúrræði barnaverndar, tilsjón.
Barnaverndarnefnd telur gríðarlega mikilvægt að hægt sé að veita tilsjón inni á heimilum fjölskyldna og fylgja þannig eftir uppeldisráðgjöf og sinna öðrum mikilvægum verkefnum sem hafa fyrirbyggjandi áhrif.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:23. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.