289. fundur

08.01.2022 10:00

289. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, aukafundur haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. janúar 2022 kl. 10:00

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar sem ritaði fundargerð.

1. Framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018–2022 (2019050953)

Fyrir fundinum liggur framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018-2022 og tillögur starfsmanna að starfsáætlun barnaverndar fyrir árið 2022. Farið var yfir framkvæmdaáætlun og staðan metin. Farið yfir tillögur starfsmanna að helstu áhersluatriðum fyrir starfsáætlun ársins 2022. Áhersluatriði skoðuð í tengslum við stefnu Reykjanesbæjar.

Barnaverndarnefnd telur mikilvægt að vinna frekar að stefnu og framtíðarsýn fyrir barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins samhliða vinnu að starfsáætlun.

Með því að smella hér má skoða framkvæmdaáætlun barnaverndar Reykjanesbæjar 2018-2022 á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2021.