294. fundur

25.04.2022 08:15

294. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. apríl 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Valur Ármann Gunnarsson.

Davíð Brár Unnarsson boðaði forföll og sat Margrét Þórarinsdóttir varamaður fundinn í hans stað. Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll og sat Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir fundinn í hennar stað. Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Valur Ármann Gunnarsson fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Freyja Hrund Ingveldardóttir ráðgjafi, Elín Ingibjörg Kristófersdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Barnaverndarnefnd samþykkti samhljóða að taka málið „Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar“ á dagskrá og er fjallað um málið í fundarlið 5.

1. Barnvænt sveitarfélag - hagsmunamat barna (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags kynnti tillögu um barnvænt hagsmunamat út frá réttindum og velferð barna þar sem lagt er til að tekinn verði í notkun gátlisti hjá öllum sviðum, ráðum, nefndum og stofnunum Reykjanesbæjar sem tryggir að hagsmunir barna séu metnir áður en ákvarðanir eru teknar sem geta snert börn og haft áhrif á líf þeirra. Tillagan er tilkomin vegna þátttöku Reykjanesbæjar í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.

Barnaverndarnefnd fagnar því að tekið verði upp hagsmunamat barna enda er það í samræmi við barnaverndarlög.

2. Tölulegar upplýsingar (2022021104)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar fór yfir tölulegar upplýsingar um tilkynningar til barnaverndar Reykjanesbæjar í mars 2022 og gerði grein fyrir niðurstöðum álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í apríl 2022.

Barnaverndarnefnd telur mjög jákvætt að náðst hefur að jafna álag á starfsmönnum með fjölgun stöðugilda.

3-4. 2 trúnaðarmál á dagskrá.


Barnaverndarnefnd samþykkir að taka eftirfarandi mál til afgreiðslu:

5. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Barnaverndarnefnd lýsir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemdir við hana.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:19. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.