296. fundur

22.08.2022 08:15

296. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. ágúst 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Sigrún Gyða Matthíasdóttir.

Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Hjörtur Magnús Guðbjartsson varamaður fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Þórður Óldal Sigurjónsson ráðgjafi, Anna Jóna Guðmundsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1-6. 6 trúnaðarmál á dagskrá.

7. Skipan barnaverndarnefnda - leiðbeiningar til sveitarstjórna (2022050728)

Leiðbeiningar um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

8. Tölulegar upplýsingar (2022021104)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram tölulegar upplýsingar um tilkynningar til barnaverndar Reykjanesbæjar í júní og júlí 2022 og kynnti niðurstöður álagsmælingar starfsfólks barnaverndar Reykjanesbæjar sem framkvæmd var í júlí 2022.

Í ljósi þess að fjárhagsáætlunargerð er í vinnslu ítrekar barnaverndarnefnd mikilvægi þess að fjöldi stöðugilda í barnavernd Reykjanesbæjar haldi sér áfram. Loksins hefur náðst sá árangur að álag starfsfólks í barnavernd er orðið ásættanlegt. Þetta skilar sér m.a. í lægri kostnaði vegna úrræða þar sem sérfræðiþekking starfsfólks nýtist betur og ekki þarf að kaupa dýr úrræði, auk þess sem yfirvinna hefur minnkað umtalsvert. Með viðeigandi mönnun er hægt að tryggja að uppfylltur sé sá lagalegi rammi sem barnavernd er settur og viðhalda gæðum þjónustunnar.

9. Skipting embætta í barnaverndarnefnd (2022060216)

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. júní 2022 voru eftirtaldir kjörnir aðal- og varafulltrúar í barnaverndarnefnd til loka ársins 2022:

Aðalfulltrúar: Díana Hilmarsdóttir (B), Sigurrós Antonsdóttir (S), Halldór Rósmundur Guðjónsson (Y), Sigrún Gyða Matthíasdóttir (Y), Þuríður Berglind Ægisdóttir (D).

Varafulltrúar: Bjarney Rut Jensdóttir (B), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Þuríður Birna Björnsdóttir Debes (Y), Margrét Þórarinsdóttir (U), Anna Steinunn Jónasdóttir (D).

Barnaverndarnefnd kaus í eftirtalin embætti:

Halldór Rósmundur Guðjónsson var kjörinn formaður barnaverndarnefndar.
Sigurrós Antonsdóttir var kjörin varaformaður barnaverndarnefndar.
Þuríður Berglind Ægisdóttir var kjörin ritari barnaverndarnefndar.

10. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram. Fulltrúar í barnaverndarnefnd staðfesta að hafa lesið reglurnar.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða siðareglur kjörinna fulltrúa á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2022.