297. fundur

26.09.2022 08:15

297. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. september 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir og Sigrún Gyða Matthíasdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Svala Sigurðardóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundabúnað.

1-5. 5 trúnaðarmál á dagskrá.

6. Umdæmisráð barnaverndar (2021120037)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar fór yfir fyrirhugaðar breytingum á barnaverndarþjónustu með gildistöku nýs ákvæðis um umdæmisráð í barnaverndarlögum nr. 80/2002 þann 1. janúar 2023. Samkvæmt lögunum verða umdæmisráð barnaverndar nýjar stjórnsýslunefndir sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarmálum á vettvangi sveitarfélaga. Umdæmisráð verða skipuð þremur ráðsmönnum sem hafa ákveðna fagþekkingu, þ.e. félagsráðgjafa, sálfræðingi og lögfræðingi. Umdæmisráðin verða skipuð til fimm ára í senn, verða sjálfstæð í störfum sínum og mun flutningur mála fyrir umdæmisráðum áfram verða með sama hætti og fyrir barnaverndarnefndum. Öll sveitarfélög þurfa að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október 2022. Teymisstjóri barnaverndar og sviðsstjóri velferðarsviðs hafa setið samráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúa sveitarfélaga á landsbyggðinni ásamt fundum með stjórnendum velferðarþjónustu á Suðurnesjum um skipan umdæmisráða.

Barnaverndarnefnd tekur undir bókun velferðarráðs Reykjanesbæjar frá 21. september sl. Meta þarf forsendur ráðslauna sérstaklega með tilliti til vinnuframlags og umfangs mála. Nefndin hefur áhyggjur af því að aukinn kostnaður vegna umdæmisráðs geti haft áhrif á meðferð mála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:43. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.