- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir og Sigrún Gyða Matthíasdóttir.
Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram. Óskað er eftir umsögnum um áætlunina.
Barnavernd Reykjanesbæjar fagnar aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnavernd leggur til að bætt verði við aðgerðaáætlunina eftirfarandi:
Barnavernd tekur undir bókun velferðarráðs þann 19. október síðastliðinn og telur mikilvægt að verkefninu sé vel fylgt eftir. Barnavernd hefur áhyggjur af því að staða verkefnisstjóra Barnvæns sveitarfélags verði lögð niður um næstu áramót.
Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram mælaborð barnaverndar Reykjanesbæjar fyrir ágúst og september 2022.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022