298. fundur

28.10.2022 08:15

298. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. október 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir og Sigrún Gyða Matthíasdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. 1 trúnaðarmál á dagskrá.

2. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – aðgerðaáætlun (2020021548)

Drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram. Óskað er eftir umsögnum um áætlunina.

Barnavernd Reykjanesbæjar fagnar aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnavernd leggur til að bætt verði við aðgerðaáætlunina eftirfarandi:

  • Settur verði á fót verkefnishópur sem hafi það hlutverk að setja fram tillögur um vistheimili barna í sveitarfélaginu.
    • Í málum barnaverndar þarf stundum að vista börn og ungmenni utan heimilis með tilheyrandi álagi fyrir börnin. Barnavernd hefur í starfsáætlun í mörg ár lagt áherslu á mikilvægi þess að komið verði upp vistheimili fyrir börn innan sveitarfélagsins. Börn hafa í mörgum tilfellum verið vistuð langt utan sveitarfélagsins. Í þeim tilvikum eru börn tekin úr skóla og frá vinum, langt frá þeim sem eru í umgengni við þau. Slíkt getur haft áhrif á tengslarof við þá sem barnið tengist.
  • Stofnaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að skoða einkenni geðlægðar hjá börnum þannig að hægt sé að bregðast við sem fyrst. Vísað er til rannsóknar Eiríks Arnar Arnarssonar, sérfræðings í klínískri sálfræði.

  • Stofnaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að styðja betur við börn og foreldra sem tala ekki íslensku og geta ekki tjáð sig í skóla og samfélaginu. Það að geta ekki tjáð sig og lært takmarkar möguleika barna til þess að tjá sig um líðan sína í skólum og annars staðar og einnig við að læra.

Barnavernd tekur undir bókun velferðarráðs þann 19. október síðastliðinn og telur mikilvægt að verkefninu sé vel fylgt eftir. Barnavernd hefur áhyggjur af því að staða verkefnisstjóra Barnvæns sveitarfélags verði lögð niður um næstu áramót.

3. Tölulegar upplýsingar (2022021104)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram mælaborð barnaverndar Reykjanesbæjar fyrir ágúst og september 2022.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022