33. fundur

14.09.2022 08:15

33. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. september 2022 kl. 8:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jón Helgason, Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Með opnum hug og gleði í hjarta - menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 (2020010070)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi, sem skipa ritstjórn, mættu á fundinn og kynntu menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030. Stefnan ber yfirskriftina Með opnum hug og gleði í hjarta.

Framtíðarnefnd óskar fræðslusviði og íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með vel unna menntastefnu og mun fylgjast spennt með framhaldi á innleiðingu og framkvæmd hennar.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 ásamt kynningarmyndbandi og bæklingi á vef Reykjanesbæjar

2. Sjálfbærni Reykjanesbæjar og meðhöndlun úrgangs (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn. Hún fór yfir ný lög um meðhöndlun úrgangs og stöðuna hjá sveitarfélaginu varðandi málaflokkinn, auk þess sem hún kynnti starf sjálfbærnifulltrúa.

Framtíðarnefnd fagnar því að umhverfis- og sjálfbærnimálum hafi verið gert hærra undir höfði með því m.a. að ráða í stöðu sjálfbærnifulltrúa. Mikilvægt er að halda þessu starfi áfram og hvetur nefndin til þess að áfram verði starfsmaður sérstaklega í þessum málum.

Nefndin hvetur sveitarfélagið til að ganga lengra en reglugerðir gera ráð fyrir, m.a. vegna þess að þannig skapast tækifæri til að bæta ímynd bæjarfélagsins. Einnig er það mikilvægt þar sem þessi málaflokkur er að verða sífellt mikilvægari í samfélaginu öllu. Verkefnið er einnig í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Reykjanesbær tengir stefnu sína við.

Nefndin telur mjög mikilvægt að efla verulega upplýsingagjöf og fræðslu í þessum málum til að árangur náist. Það er einnig í samræmi við stefnu um aukna íbúaþátttöku og eflingu upplýsingagjafar til bæjarbúa.

Nefndin hvetur einnig til þess að Reykjanesbær þrýsti á um öflugra samstarf sveitarstjórna á Suðurnesjum og leggur til þá hugmynd að starf sjálfbærnifulltrúa geti verið sameiginlegt á svæðinu öllu.

Fylgigögn:

Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar
Aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar

Með því að smella hér má skoða lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 á vef Alþingis
Með því að smella hér má skoða lög um  breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úvinnslugjald nr 103/2021

3. Stafræn þróun hjá Reykjanesbæ og samstarf sveitarfélaga (2019110248)

Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stafræna þróun hjá Reykjanesbæ og samstarf um stafræn sveitarfélög.

Framtíðarnefnd hrósar farsælu samstarfi við önnur sveitarfélög ásamt stafrænu ferli varðandi fjárhagsaðstoð. Mikilvægt er að sveitarfélagið myndi heildræna stefnu í stafrænni umbreytingu.

4. Kynningarmál framtíðarnefndar (2022080084)

Dagskrárlið frestað til næsta fundar. Nefndarfólk hvatt til að kynna sér tillögur og koma athugasemdum og tillögum á framfæri í sameiginlegu skjali til að flýta fyrir umfjöllun og afgreiðslu málsins á næsta fundi nefndarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:33. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2022.