102. fundur

05.09.2016 00:00

102. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 5. september 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30. 

Viðstaddir: Ásgeir Hilmarsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll,  Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru undir máli eitt; Helgi Magnússon og Halldór Gísli Gunnarsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar.
Gestur fundarins undir máli tvö; Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.     

1. Pílufélag Reykjanesbæjar 2016 (2016080411)
Pílufélag Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum verið með aðstöðu að Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ. Félagar í klúbbnum hafa unnið mikla sjálfboða vinnu og lagt eigið fé í framkvæmdir til að húsnæðið hafi nýst sem skyldi.  Félaginu barst til eyrna fyrir skemmstu að búið væri að selja aðstöðuna. Pílufélagið hefur tekið að sér að halda Íslandsmót unglinga í desember 2016 og er með öflugt íþróttastarf í gangi. 
ÍT ráð er afar ánægt með starfsemi Pílufélagsins og hvetur Pílufélagið að hefja viðræður við nýja eigendur að Hrannargötu 6. 
  
2. Vinabæjarmót í Kerava 2016 (2016010536)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá ferð á vinabæjarmót í knattspyrnu sem fór fram í Kerava í Finnlandi dagana 27. júní til 1. júlí sl. Mótið átti upphaflega að fara fram í Reykjanesbæ en af margvíslegum ástæðum buðust vinir okkar í Kerava að halda mótið.
Vinabæjarmótin hafa farið fram frá árinu 1973 og hafa um 800 ungmenni farið á vegum Reykjanesbæjar til að taka þátt í margvíslegum íþróttum.
Markmiðið  með verkefninu er að efla norræna samkennd og samvinnu auk þess að efla samskipti milli ungmenna í vinabæjunum.
ÍT ráð leggur til að Reykjanesbær muni verða gestgjafi næsta sumar og taka á móti vinabæjunum okkar. Stefnt er að því að mótið fari fram 26. til 30. júní 2017 og keppt verði í golfi.

3. Beiðni um aukið rými fyrir Sundráð ÍRB (2016060064)
Sundráð ÍRB óskar eftir aðkomu Reykjanesbæjar að því að breyta herbergjum í kjallara sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut. Í kostnaðaráætlun sem ÍT ráð hefur undir höndum má búast við að kostnaður við breytinguna sé um 3.000.000.
Niðurstaða ráðsins er að vísa erindinu í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017.

4. Heilsueflandi samfélag(2016080317)
Sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá kynningu um Heilsueflandi samfélag sem haldin var í Reykjanesbæ og í kjölfarið af því lögðu sviðsstjórar til að Reykjanesbær taki þátt í verkefninu.  Ákveðið var í bæjarráði 25.08.2016 að Reykjanesbær fari í verkefnið og settur saman stýrihópur sem leiði verkefnið.  Íþrótta- og tómstundaráð fagnar þeirri ákvörðun að Reykjanesbær gerist Heilsueflandi samfélag.

5. Skýrsla KFUM  KFUK á Suðurnesjum fyrir starfsárið 2015 - 2016 (2016080410)
Skýrslur og ársreikningur KFUM og KFUK lagt fram til kynningar. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.