104. fundur

01.11.2016 00:00

104. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 1. nóvember 2016 kl. 16:30 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.

Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Ásgeir Hilmarsson og Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB. Gestur fundarins voru: Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og
tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Starfs- og fjárhagsáætlun ÍT mála 2017 (2016100320)
a) Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs fór yfir starfsáætlun Fræðslusviðs fyrir starfsárið 2017. Gert er ráð fyrir að gefin verði út ein starfsáætlun fyrir sviðið í stað tveggja áður.
b) Starfsmenn ráðsins fóru yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir íþrótta- og tómstundamál fyrir starfsárið 2017. Helgi Arnarson sviðsstjóri sagði frá að hann hefði átt fund með bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem farið var yfir áhersluatriði tengt fjármálum sem borist hefðu á undanförnum mánuðum.

2. Önnur mál
a) Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar Kolbrúnu Júlíu Guðfinnsdóttur Newman innilega til hamingju með frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu í fimleikum sem fór fram fyrir skemmstu.
b) Inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja og Púttklúbbs Suðurnesja var formlega tekin í notkun 28. október sl. Ráðið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn. Í aðstöðunni er 18 holu púttvöllur, golfhermir og aðstaða til að slá í net.
c) Forsvarsmenn pílufélags Reykjanesbæjar óska eftir aðstoð ráðsins þar sem að viðræður þeirra við
nýja eigendur að núverandi aðstöðu þeirra eru runnar út í sandinn. Erindi móttekið.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2016.