112. fundur

12.09.2017 00:00

112. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12.september 2017 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.

Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Stefnumótun ÍRB (2016120004)
Íþrótta- og tómstundaráð fór yfir stefnumótunarvinnu íþróttabandalags Reykjanesbæjar sem er afar metnaðarfull. Ráðið telur mikilvægt að fjármagn fáist til framkvæmda í þágu íþrótta- og tómstunda sem nýtist öllu samfélaginu. Enda löngu sannað að fjármagn sem veitt er í þágu íþrótta- og æskulýðsmála skilar sér margfalt til baka til samfélagsins.

2. Vinabæjarmót í Reykjanesbæ (2016100346)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinabæjarmótinu sem fór fram í Reykjanesbæ 26. – 30. júní sl. Mótið heppnaðist afar vel. Keppt var í golfi og sigruðu okkar ungmenni mótið. ÍT ráðið þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn. Næsta vinabæjarmót fer fram í Trollhättan í Svíþjóð næsta sumar. Íþróttin sem keppt verður í er körfuknattleikur.

3. Æfingatímar í fótboltasal Sporthússins (2017090034)
Erindi frá barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur um fjármagn til að kaupa æfingatíma í fótboltasal Sporthússins. Ráðið tekur jákvætt í erindið en hefur ekki fjármagn til umráða og vísar þ.a.l. málinu til bæjarráðs.

4. Gjaldskrá 2018 (2017090032)
ÍT fulltrúi fór yfir gjaldskrá 2017. Ráðið leggur til að gjaldskrá verði óbreytt.

5. Beiðni um afnot af sundlaugum (2017090061)
Erindi frá Guðbjörgu Ágústu Sigurðardóttur um afnot af sundlaugum undir jógakennslu til að mýkja vöðva og liði.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur Hafsteini Ingibergssyni að boða Guðbjörgu til sín til frekari útfærslu.

6. Beiðni um bætta aðstöðu fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur (2017090034)
Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir að horft verði til uppbyggingar á æfingasvæði við Reykjaneshöll og litið verði til þess í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018 að þar komi nýr gervigrasvöllur í fullri stærð.
Íþrótta- og tómstundaráð er meðvitað um að æfingasvæði við Iðavelli er víkjandi á skipulagi og að æfingatímar á besta tíma í Reykjaneshöll eru fullnýttir. Ráðið tekur undir beiðni knattspyrnudeildarinnar og vonar að hægt sé að tryggja fjármagn til hönnunar og undirbúnings á þessu verkefni sem muni nýtast báðum félögunum til framtíðar.

7. Úthlutun úr forvarnarsjóði 2017(20170101819)
Umsókn frá leikskólanum Holti þar sem þau eru að innleiða námsefnið Hugarfrelsi sem hluta af heilsueflandi leikskóla. Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn skólans og eftirfylgd frá höfundum námsefnisins.
Ráðið samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

8. Malarvöllurinn við Hringbraut, lagfæring(2017080319)
Erindi frá barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur um lagfæringar á gamla malarvellinum við Hringbraut.
Ráðið finnst áhugavert að hægt sé að nýta gamla malarvöllinn undir æfingar. En að viðhöfðu samráði við framkvæmdarstjóra Keflavíkur, þá samræmist framkvæmdin ekki framtíðarhugmyndum um svæðið. Á hinn bóginn er ekkert til fyrirstöðu að nýta malarvöllinn eins og var gert síðastliðinn vetur.

9. Áskorun til bæjaryfirvalda um nýtt íþróttahús í Dalshverfi(2017090029)
Erindi frá Ólafi Eyjólfssyni formanni UMFN þar sem að hann bendir á að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi.
Erindi móttekið.

10. Styrktarbeiðni (2017080124)
Jóhann R. Kristjánsson óskar eftir styrk til kaupa á nýju handhjóli.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.

Önnur mál
• Mikil notkun bæjarstarfsmanna á Sundmiðstöð Reykjanesbæjar !
Líkt og kunnugt er þá fengu starfsmenn Reykjanesbæjar árskort í sund í jólagjöf frá sveitarfélaginu, starfsfólk bæjarins hefur að undanförnu nýtt gjöfina mjög mikið.
Aukinn opnunartími í sund í sumar skilaði ekki fleiri gestum í sundlaugina en þeir sem komu voru lengur ofan í. Tilraunin reyndist afar vel og er stefnt að því að endurtaka leikinn næsta sumar. Vetraropnunartími tók gildi 1. september sl. en þá er opið til kl 20.30 mánu- til fimmtudag til kl 19.30 á föstudögum og til kl. 17.30 um helgar.
• Heilsu- og forvarnarvika verður haldin að vanda fyrstu vikuna í október og er undirbúningur fyrir vikuna að hefjast.
• Íþrótta- og tómstundaráð óskar Keflvíkingum til hamingju með Pepsí- deildar sætið sem nú er í höfn.
• Íþrótta- og tómstundaráð óskar Njarðvíkingum til hamingju með Inkasso- deildar sætið sem nú er í höfn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2017