113. fundur

03.10.2017 00:00

113. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 3. október kl. 16:30.

Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Guðbergur Reynisson, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru: Undir máli númer eitt: Aníta Engley Guðbergsdóttir og Selma Björk Hauksdóttir frá skátafélaginu Heiðabúum - Sigurbjört Kristjánsdóttir og Sveinn Valdimarsson frá KFUM og KFUK.
Undir máli númer fimm: Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Jóhann Páll Kristbjörnsson vék af fundi undir máli 2 og 3.

1. Stefnumótun TRB (2017090309)
Aníta Engley Guðbergsdóttir og Selma Björk Hauksdóttir kynntu stefnumótunarvinnu skátafélagsins Heiðabúa - Sigurbjört Kristjánsdóttir og Sveinn Valdimarsson kynntu stefnumótunarvinnu KFUM og KFUK. ÍT ráð þakkar fyrir góðar kynningar.

2. Fjárhagsáætlun ÍT 2018 (2017090302)
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir ramma fjárhagsáætlunar 2018 ásamt því að fara yfir fjárhagsgögn er vörðuðu stefnumótun íþróttafélaga.

3. Stöðugildi innan Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags (2017090191)
Á fundi bæjarráðs þann 21. september sl. var vísað til Íþrótta- og tómstundaráðs erindi Keflavíkur um nýtt stöðugildi og óskað eftir umsögn um erindið. ÍT ráð telur mikilvægt að ráða þurfi starfsmann til aðstoðar við íþróttafélögin, en telur jafnframt að það ætti að gerast á vettvangi ÍRB og þannig nýtast öllum íþróttafélögum í Reykjanesbæ og ráðið vonar að fjármagn fáist í fjárhagsáætlunarvinnunni fyrir starfsárið 2018.

4. Æfingagjöld hjá Keflavík og Njarðvík (2017090308)
Lovísa Hafsteinsdóttir formaður ÍT óskaði eftir upplýsingum um hver æfingargjöld eru hjá Keflavík og Njarðvík. Svör bárust frá flestum félögum. Gögnin lögð fram.

5. Nýting íþróttafélaganna á Reykjaneshöllinni(2017090310)
Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar mætti á fund ÍT ráðs og upplýsti um notkun á Reykjaneshöllinni. Höllin er í stuttu máli fullnýtt á besta tíma. Um helgar væri þó mögulegt að bæta við æfingum, en þá á kostnað mótahalds. 

Ennþá er unnið að því að setja tjald upp til að skipta salnum upp en það hefur verið bilað um nokkurt skeið. Vonandi klárast sú vinna innan skamms. Á hinn bóginn er verið að skipta salnum á milli félaga og flokka með færanlegum búkkum og er það mat forstöðumannsins að höllin sé mjög vel nýtt.
ÍT ráð þakkar Hafsteini Ingibergssyni fyrir greinargóð svör.

6. Úthlutun úr Forvarnarsjóði 2017(2017010181)
a) Umsókn leikskólans Tjarnarsels um fjárstuðning til að kaupa á vatnsvél í tengslum við verkefnið Heilsueflandi leikskóli.
ÍT ráð fagnar því að leikskólinn sé að verða heilsueflandi leikskóli, en getur ekki orðið við erindinu.
b) Umsókn leikskólans Vesturbergs um fjárstuðning um að gerast Heilsueflandi leikskóli.
ÍT ráð óskar eftir nánari skýringum á verkefninu og felur Helga Arnarsyni sviðsstjóra Fræðslusviðs að fylgja málinu eftir.
c) Umsókn kvennaráðgjafarinnar við Túngötu 14 í Reykjavík um fjárstuðning til að geta haldið áfram að veita þjónustu áfram.
ÍT ráð getur ekki orðið við erindinu.

7. Athugasemd frá formanni Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags vegna bókunar á máli númer 8 á 112. Fundi Íþrótta- og tómstundaráðs sem haldinn var 12. september sl. (2017100010)
Athugasemd móttekin.

Önnur mál
• ÍT ráð óskar Skátafélaginu Heiðabúum innilega til hamingju með 80 ára afmæli félagsins.
• Hafsteinn Ingibergsson upplýsti íþrótta- og tómstundaráð um að áfram væri unnið að því að láta laga gervigras í Reykjaneshöllinni, en grasið var gallað. Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs hefur verið í samskiptum við söluaðila.
• ÍT ráð minnir á heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja dagana 2. – 8. október og hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2017.