116. fundur

17.01.2018 00:00

116. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. janúar 2018 kl. 16:30.

Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Guðbergur Reynisson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll.
Gestir fundarins undir máli númer eitt: Svavar Kjartansson, Jón Benediktsson, Jónas Guðni Sævarsson og Jóhann B. Magnússon frá knattspyrnudeild Keflavíkur.
Gestur fundarins undir máli tvö: Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar.
Guðbergur Reynisson þurfti að yfirgefa fundinn að að loknu fjórða máli.

1. Erindi frá knattspyrnudeild Keflavíkur (2018010188)
Fulltrúar knattspyrnudeildar Keflavíkur fylgdu eftir erindi sínu sem lýtur að því að bæta aðstöðu félagsins. Ljóst er að með auknum íbúafjölda eykst þátttökufjöldi hjá deildinni með aukinni kröfu um bætta aðstöðu.
ÍT ráð samþykkir að styrkja erindið um 500.000 til að bæta æfingaaðstöðu félagsins fyrir barna og unglingastarf.

2. Sundlaugar okkar allra (2017110391)
Fulltrúar frá Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaðra fór af stað með aðgengisverkefni í sl. sumar sem var notendaúttekt á sundlaugum á svæði aðildarfélaganna m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA!
Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir niðurstöður úttektarinnar með það að markmiði að gera úrbætur og ljóst er að það má alltaf gera betur.

3. Samningur við knattspyrnudeild UMFN um rekstur og umhirðu grasvalla 2018 (2017120268)
Samningurinn lagður fram.

4. Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur og umhirðu grasvalla 2018 (2018010049)
Samningurinn lagður fram.

5. Vinabæjarmót í körfuknattleik 2018 (2017120183)
Boðsbréf lagt fram.

6. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ (2018010072)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá áformum Reykjanesbæjar að koma bardagaíþróttum í Reykjanesbæ undir eitt þak. Unnið er að því í samvinnu við forsvarsmenn bardagadeildanna og gert er ráð fyrir að starfsemin geti farið að stað í byrjun september á nýjum stað.

7. Starfsáætlun 2018 (2018010188)
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs fylgdi starfsáætlun sviðsins úr hlaði.

8. Tómstundasjóður 2018 (2017120270)
a) Erindi Veru Óskar Steinsen vegna undirbúnings tónlistarnámskeiðs fyrir byrjendur í fiðluleik. ÍT ráð hafnar erindinu.
b) Erindi Elvu Daggar Sigurðardóttur vegna listaklúbbsins DYI. ÍT ráð samþykkir erindið.

9. Hvatagreiðslur - breytingar 2018 (2018010067)
Þann 1. janúar 2018 hækkuðu hvatagreiðslur í 28.000 kr. og að auki var aldurshámarkið hækkað í 18 ár. Reglugerðarbreyting lögð fram.

10. Samningur um greiðsluþátttöku Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálfunar barna og ungmenna 2018 (2018010052)
Samningurinn lagður fram.
ÍT ráð er afar stolt af stuðningi sveitarfélagsins til Íþróttabandalags Reykjanesbæjar sem gerir félögunum kleift að bjóða iðkendum upp á færa og menntaða þjálfara.

Önnur mál
Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík og sundmaðurinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr Keflavík voru valin Íþróttafólk Reykjanesbæjar í árlegu hófi sem haldið var á gamlársdag í Íþróttahúsi Njarðvíkur. ÍT ráð óskar þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.
ÍT ráð óskar Keflvíkingum til hamingju með bikarmeistaratitla sem unnust um síðastliðna helgi.
Hafsteinn Ingibergsson upplýsti að gestir Vatnveraldarinnar árið 2017 hefðu verið 174.262 þar af voru starfsmenn Reykjanesbæjar 6.270 en eins og kunnugt er fengu starfsmenn Reykjanesbæjar sundkort í jólagjöf. Um er að ræða aukningu á gestum en 159.146 sóttu Vatnaveröld árið 2016.

Fundi slitið kl 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2018.