117. fundur

13.02.2018 00:00

117. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13.febrúar 2018 kl. 16:30.

Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Lovísa Hafsteinsdóttir vék af fundir undir b lið í máli númer 4.
Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll.

1. Samningur við Skákfélag Reykjanesbæjar 2018(2018010333)
Samningur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar við Skákfélagið lagður fram til kynningar.

2. Samningur við GS um rekstur og umhirðu púttvalla 2018(2018010257)
Samningur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar við Golfklúbb Suðurnesja um rekstur og umhirðu púttvalla lagður fram til kynningar.

3. Mælaborð Fræðslusviðs(2017020326)
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs fór yfir mælaborð sviðsins.

4. Umsóknir í forvarnarsjóð 2018 (2018010081)
a) Umsókn Sigvalda Lárussonar í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar til að gera myndband um skaðsemi fíkniefna til notkunar við forvarnarfræðslu fyrir ungmenni.
ÍT ráð samþykkir að styrkja erindið 100.000 kr.
b) Umsókn Akurskóla í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar til að bjóða upp á fræðslu um einelti og samskipti fyrir nemendur í 5. bekk ásamt foreldrum þeirra.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.

5. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ (2018010072)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir tímalínu nýja bardagahússins sem ráðgert er að taka í notkun síðar á árinu.

6. Samningur við KFUM og KFUK 2018(2018010363)
Samningur ÍT ráðs við KFUM og KFUK lagður fram til kynningar.

7. Samningur við skátafélagið Heiðabúa 2018(2018010346)
Samningur ÍT ráðs við skátafélagið Heiðabúa lagður fram til kynningar.

8. Upplýsingar um hvatagreiðslur (2018010076)
Alls hafa 369 sótt um hvatagreiðslur frá 1. janúar til 10. febrúar 2018 á sama tímabili í fyrra voru það 156 einstaklingar. ÍT ráð er afar ánægt með að íbúar sveitarfélagsins skuli nýta sér hvatagreiðslurnar og stuðli þannig að íþrótta- og tómstundaiðkun barna sinna.

9. Áskorun FFGÍR til íþróttafélaga í Reykjanesbæ(2018010349)
Tillaga FFGÍR:
Lagt er til að öll íþróttafélög í Reykjanesbæ skuli hafa stefnu/leiðbeiningar og viðbragðsáætlun ef upp koma eineltis- eða kynferðisbrotamál innan íþróttarinnar, bæði hvað varðar þjálfara, iðkendur og starfsfólk. Skýrir ferlar um hvernig bregðast skuli við og tryggja þannig að augunum verði ekki lokað fyrir því að vandinn geti verið hvar sem er. Jafnframt er iðkendum, þjálfurum og öðrum þeim sem hlut eiga að máli tryggð úrlausn ef upp koma mál af þessu tagi. ÍT ráð tekur undir áskorun FFGÍR og hefur sett neðangreint inn í samninga sem ráðið er að gera:
,,Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga.“

Önnur mál

  •  ÍT ráð óskar ÍRB innilega til hamingju með nýjan vef bandalagsins sem er á slóðinni irb.is og hvetur aðildarfélög til að senda fréttir af starfi félaganna á irb@irb.is
  •  ÍT ráð minnir á Nettómótið í körfubolta sem fer fram helgina 3. og 4. mars nk. Forsvarsmenn veitingastaða, verslana og aðrir sem bjóða upp á hverskyns afþreyingu eru hvattir til að vera vel undirbúnir undir helgina og tilbúnir til að taka við miklum fjölda gesta. Markmiðið er að gestir okkar kveðji Reykjanesbæ með jákvæðum hug að loknu móti.

Fundi slitið kl 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2018.