119. fundur

03.04.2018 00:00

119. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3.apríl 2018 kl. 16:30.

Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Guðbergur Reynisson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins undir máli númer eitt voru Hilmar Örn Jónasson og Sigurbjörg Róbertsdóttir frá sundráði ÍRB og Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.

1. Sundráð ÍRB - kynning og endurnýjun búnaðar (2018030399)
Hilmar Örn Jónasson og Sigurbjörg Róbertsdóttir kynntu blómlegt starf sundráðs ÍRB en deildin hefur verið í fremstu röð um árabil. Að lokinni kynningu fóru Hilmar Örn, Sigurbjörg og Hafsteinn yfir nauðsynlega endurnýjun á búnaði í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar.
ÍT ráð þakkar fyrir kynninguna og mun skoða með hvaða hætti sé best að huga að endurnýjun búnaðar.

2. Samningar um nýtt bardagahús við Smiðjuvelli 5 (2018030346)
Samningar um nýtt bardagahús við Smiðjuvelli 5 lagðir fram til kynningar. ÍT ráð gerir ráð fyrir að starfsemi Hnefaleikadeildarinnar, Taekwondo og Júdódeildarinnar muni fara fram í nýja húsnæðinu og verði tekin í notkun síðar á árinu.

3. Ungt fólk og lýðræði 2018 (2016090352)
Ungt fólk og lýðræði fór fram í Grímsnes- og Grafningshreppi 21. – 23. mars sl. Fulltrúar Ungmennaráðs voru þau Berglín Sólbrá Bergsdóttir, Jón Ragnar Magnússon, Hermann Nökkvi Gunnarsson og Hlynur Snær Vilhjálmsson. Ályktun sem unnin var af ungmennunum hefur verið send á fjölmiðla.
Ungmennaráð Reykjanesbæjar mun funda með bæjarstjórn þann 17. apríl nk.

4. Spark- og körfuboltavellir við grunnskóla Reykjanesbæjar (2018030407)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá því að nýverið hefði verið farin eftirlitsferð að öllum grunnskólunum í Reykjanesbæ og ástand spark- og körfuboltavalla kannað. Ástand vallanna er ágætt en úrbóta er þörf m.a. á Holtaskóla- og Háaleitisskólavöllunum. Ábendingar eru vel þegnar á netfangið ungmennarad@reykjanesbaer.is

5. Viðhaldsáætlun knattspyrnuvalla 2018 (2018030398)
Viðhaldsáætlun Njarðtaks- og Nettóvallar lögð fram. ÍT ráð þakkar fyrir áætlunina og gerir ekki athugasemdir við hana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2018.