125. fundur

11.12.2018 00:00

125. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. desember 2018 kl. 16:30.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Styrmir Gauti Fjeldsted, Alexander Ragnarsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Staða sjóða íþrótta- og tómstundaráðs 2018 (2018120054)

Rekstur sjóða ÍT er í jafnvægi ef frá eru taldar hvatagreiðslur en ljóst er að það fjármagn sem úthlutað var í hvatagreiðslur dugar ekki. ÍT ráð mun þ.a.l. bæta við 17.000.000 kr. á nýju fjárhagsári í þennan lið sem léttir undir fjárhagslega með foreldrum barna á grunnskólaaldri og til 18 ára aldurs sem taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Íþrótta- og tómstundaráð er afar stolt af því að geta styrkt margvísleg verkefni tengd íþróttum, tómstundum og forvörnum.

2. Umsóknir í Forvarnarsjóð (20180100819)

a) Leikskólinn Skógarás sækir um 380.000 kr. í forvarnarsjóð til að bjóða upp á núvitundarþjálfun fyrir starfsfólk leikskólans. Erindi var frestað á síðasta fundi þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum.

ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

b) Umsókn Njarðvíkurskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á fyrirlestur um skaðsemi fíkniefna fyrir nemendur í 8. – 10. bekk og foreldra þeirra. Fyrirlesari er Hildur Hólmfríður Pálsdóttir sem segir sögu dóttur sinnar sem lést vegna neyslu lyfja fyrir nokkrum árum síðan.

ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 140.000 kr.

c) Unglinga- og meistaraflokksráð KKD Njarðvíkur sækir um í forvarnarsjóð til að bjóða upp á fyrirlestur sem er ætlað að ýta undir vellíðan barna og ungmenna og sporna gegn brottfalli úr íþróttinni. Fyrirlesari er Pálmar Ragnarsson.

ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 60.000 kr.

3. Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Júdódeild UMFN (2018060201)

ÍT ráð getur ekki orðið við beiðninni en minnir á að að ÍT ráð er að útbúa nýja aðstöðu og endurnýja búnað fyrir Júdódeild UMFN.
Að auki vill ÍT ráð minna á að erindi frá einstaka deildum eiga að vera undirrituð af formönnum félaganna.

4. Samningur við ÍRB um þjálfaralaun (2018120058)

Samningurinn lagður fram.

Íþrótta- og tómstundaráð er afar stolt að því að gera samning við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar um svonefnd þjálfaralaun sem er með það að aðalmarkmiði að stuðla að því að börn og ungmenni njóti leiðsagnar menntaðra þjálfara.

5. Samningur við stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur (2018120059)
Samningur um rekstur íþróttasvæða Knattspyrnudeildar Keflavíkur lagður fram.

6. Samningur við stjórn knattspyrnudeildar UMFN (2018120060)
Samningur um rekstur íþróttasvæða Knattspyrnudeildar UMFN lagður fram.

Íþrótta- og tómstundaráð sendir hugheilar jólakveðjur með kærum þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlakkar til komandi árs. Minnum á val á íþróttakonu og íþróttakarli Reykjanesbæjar kl.13:00 í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Á sama tíma verða iðkendur sem urðu Íslandsmeistarar á árinu heiðraðir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.