126. fundur

29.01.2019 00:00

126. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 29. janúar 2019 að Tjarnargötu 12 kl 16.30.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Birgir Már Bragason, Rúnar V. Arnarson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Jón Haukur Hafsteinsson vék af fundi undir a lið 9. máls.

Gestur fundarins undir máli númer eitt var Einar Friðrik Brynjarsson umhverfisfræðingur.

1. Kostir og gallar þess að leggja gras eða gervigras á knattspyrnuvelli (2019010417)

Einar Friðrik Brynjarsson frá Lauftækni kynnti kosti og galla þess að leggja gervigras á keppnisvelli.

ÍT ráð þakkar greinargóða kynningu.

2. Samningur við GS um eflingu barna og ungmennastarfs (2018120336)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

3. Samningur við NES um eflingu íþróttastarfs fyrir fatlaða (2019010105)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

4. Samningur við Hestamannafélagið Mána um eflingu barna og ungmennastarfs félagsins (2019010106)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

5. Beiðni um kaup á glímuvöllum (2018060201)

ÍT ráð getur ekki orðið við beiðninni þar sem fjárhagsáætlun 2019 hefur verið samþykkt. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að aðstoða deildina til að fá lánaða eða leigða keppnisvelli. Ráðið minnir á að erindi sem berast frá einstaka deildum eiga að vera undirrituð af formanni viðkomandi félags.

6. Starfsáætlun Fræðslusviðs 2019 - áherslur ÍT (2019010388)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu áherslur starfsáætlun Fræðslusviðs er varðar íþrótta- og tómstundamál.

7. Skýrsla VSÓ um nýtingu Reykjaneshallar og nýjan gervigrasvöll (2018020005)

Skýrslan lögð fram og farið yfir niðurstöður hennar.

ÍT ráð þakkar forsvarsmönnum VSÓ fyrir greinargóða skýrslu. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að óska eftir viðbrögðum frá knattspyrnudeildum sveitarfélagsins.

8. Framtíðaraðstaða UMFN (2018120225)

Lagðar fram tillögur UMFN varðandi framtíðaraðstöðu félagsins við Afreksbraut.

9. Umsóknir í forvarnarsjóð (2019010409)

a) Umsókn frá grunnskólafulltrúa í forvarnarsjóð vegna Íslandsmót iðn- og verkgreina. ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

b) Umsókn frá Hjallatúni í forvarnarsjóð. Hugmyndin er að bjóða upp á fyrirlestur fyrir starfsfólk vegna verkefnisins heilsueflandi leikskóli.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.

Fundi slitið kl 18.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. febrúar 2019.