127. fundur

27.02.2019 00:00

127. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. febrúar 2019 kl. 16:30.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Lovísa Hafsteinsdóttir, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Stefnumótun í aðstöðu- og uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða (2018120225)

Mikilvægt er í stækkandi sveitarfélagi að hugað sé að góðri aðstöðu og þ.a.l. er mikilvægt að við vitum hvert stefna eigi þegar að svigrúm myndast til að fara í stærri framkvæmdir.

Íþrótta- og tómstundaráð er sammála að ráðast verður í heildarstefnumótun í aðstöðu og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar, með íþróttafélögunum.
Heildarúttekt verði gerð á mannvirkjum aðildarfélaganna, þarfagreining á framkvæmdum og síðar kostnaðaráætlun ásamt tímasettri aðgerðaráætlun.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

2. Samningur við GS um rekstur og umhirðu púttvalla við Mánagötu(2019020360)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

3. Samningur við Pílufélag Reykjanesbæjar 2019 (2019020359)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

4. Aðsókn í sundlaugar Reykjanesbæjar (2019020380)

Alls sóttu 255.150 sundlaugar Reykjanesbæjar árið 2018 sem er 220 fleiri en árið 2017. Árið 2019 fer afar vel af stað en 20 % aukning er á aðsókn í janúar 2019 sé borið saman við sama mánuð í fyrra.

5. Niðurstöður hvatagreiðslna 2018 (2018010076)

Alls voru greiddar 46.000.000 kr. í hvatagreiðslur til foreldra 1.656 barna á aldrinum 6 til 18 ára. Íþrótta- og tómstundaráð er afar ánægt með að foreldrar nýti sér greiðslurnar og stefnir að því að þær verði hækkaðar úr 28.000 kr. í 50.000 kr. á kjörtímabilinu.

6. Samningur við skátafélagið Heiðabúa 2019 (2019020423)

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 17.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2019.