128. fundur

26.03.2019 00:00

128. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. mars 2019 kl. 16:30.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða, rýnivinna (2018120225)

Arnar Pálsson frá Capacent mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Ársskýrsla Heiðabúa 2018 (2019030039)

Lögð fram.

3. Viðhaldsáætlun knattspyrnusvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur (2019030303)

Viðhaldsáætlun fyrir knattspyrnusvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur lögð fram.

ÍT ráð þakkar fyrir áætlunina og gerir ekki athugasemdir við hana.

4. Viðbrögð knattspyrnudeilda Keflavíkur og UMFN við skýrslu VSÓ (2018020005)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar knattspyrnudeildum félaganna fyrir greinargóð viðbrögð við skýrslu VSÓ. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að boða yfirþjálfara félaganna og kanna hvort mögulegt sé að koma til móts við óskir knattspyrnudeilda Keflavíkur og UMFN.

5. Tvö risamót væntanleg síðustu helgina í apríl 2019 (2019030329)

Blakdeild Keflavíkur heldur 44. öldungamót í blaki og Júdódeild UMFN í samvinnu við glímusamband Íslands stendur fyrir Evrópumóti í Keltneskum fangbrögðum síðustu helgina í apríl. Búast má við töluverðum fjölda gesta til Reykjanesbæjar.

6. Umsóknir Akurskóla í forvarnarsjóð (2019010409)

a) Fræðsla frá KVAN um samskipti fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra.

ÍT ráð samþykkir að styrkja fræðsluna um 100.000 kr.

b) Fræðsla og kennsla á námsefninu Hugarfrelsi til starfsmanna

ÍT ráð samþykkir að styrkja fræðsluna um 100.000 kr.

7. Tillaga frá FFGÍR um svæði fyrir neðan Skólahreystibraut við Hringbraut (2019030341)

Hugmyndir FFGÍR um fjölskyldugarð við Hringbraut. Vísað til rýnivinnu Capacent um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða.

Fundi slitið kl. 17.35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2019.