129. fundur

03.05.2019 00:00

129. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. maí 2019 kl. 15:30.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Rúnar V. Arnarson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Annar áfangi Stapaskóla, íþróttahús og sundlaug. (2019040332)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti teikningar af 2. áfanga Stapaskóla. Gert er ráð fyrir laug sem mun nýtast til sundkennslu og sundæfinga fyrir sundráð ÍRB og fyrir almenning sem og verður vaðlaug og heitir pottar. Íþróttahúsið mun nýtast til íþróttakennslu við Stapaskóla og mun verða gott æfingahús fyrir körfuknattleiksdeild UMFN.

2. Viðhaldsáætlun Njarðtaksvallar 2019 (2019040333)

Viðhaldsáætlun fyrir Njarðtaksvöll lögð fram.

3. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ (2018010072)

Íþrótta- og tómstundaráð óskar bardagadeildunum innilega til hamingju með nýju aðstöðuna að Smiðjuvöllum 5.

4. Út að leika - málþing um frjálsan leik barna 10. maí nk. (2019040334)

Íþrótta- og tómstundaráð vill minna á áhugavert málþing um frjálsan leik barna sem haldið verður 10. maí nk. í fyrirlestrarsal Keilis kl 13.00 – 15.00.

5. Sumar í Reykjanesbæ 2019 (2019040335)

Vefurinn Sumar í Reykjanesbæ er kominn í loftið. Hægt er að skoða fjölbreytt úrval íþrótta- og tómstundatilboða á vefslóðinni sumar.rnb.is – þau sem ekki náðu að senda inn efni fyrir auglýstan frest en vilja vera með geta sent á netfangið sumar@reykjanesbaer.is

6. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða - rýnivinna (2018120225)

Reykjanesbær í samstarfi við ráðgjafa hjá Capacent vinna að rýnivinnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin sendi hugmyndir sýnar til Capacent hið allra fyrsta. Innan skamms verður opnuð íbúagátt á vef Reykjanesbæjar þar sem að íbúum gefst tækifæri til að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri er varðar íþróttamannvirki og -svæði í Reykjanesbæ. Á þann máta er tryggt að allir íbúar sem áhuga hafa á þessu málefni geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Önnur mál:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar Blakdeildinni og Júdódeildinni innilega til hamingju með glæsileg mót um síðastliðna helgi.

Fundi slitið kl: 16.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.