139. fundur

14.04.2020 16:00

139. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. apríl 2020 kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins undir máli númer eitt, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar

Gestir undir máli númer tvö, Einar Haraldsson, Sigurður Garðarsson, Ingvi Hákonarson, Einar Hannesson frá Keflavík, Jenný Lárusdóttir,  Guðný Björg Karlsdóttir, Jón Björn Ólason, Ólafur Eyjólfsson frá UMFN og Guðbergur Reynisson frá ÍRB

1. Nýr gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar(2019050310)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar sagði frá vinnu varðandi nýjan gervigrasvöll vestan Reykjaneshallar sem fer í útboð í maí nk.

2. Íþróttahreyfingin og Covid-19 (2020040039)

Fulltrúar Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, Ungmennafélags Njarðvíkur og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar kynntu þá styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sem steðja að í erfiðu ástandi vegna Covid-19.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góðar kynningar og minnir á mikilvægi þess að standa vörð um íþróttastarf sveitarfélagsins og að hvergi verði slakað á stuðningi við íþróttahreyfinguna okkar. Sveitarfélagið, ríkið og þau fyrirtæki sem eru aflögufær verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að svo verði.

Að auki hvetur ÍT ráð til þess að framkvæmdum við Afreksbraut verði flýtt eins og kostur er.

3. Samningar við Skátafélagið Heiðabúa 2020 (2020040038)

Samningarnir lagðir fram og samþykktir.

4. Viðhaldsáætlanir knattspyrnusvæða 2020 (2020040053)

Viðhaldsáætlanir lagðar fram og samþykktar.

5. Mælaborð FRÆ – íþrótta- og tómstundamál (2020040007)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Helgi Arnarson sviðsstjóri fylgdu mælaborði fræðslusviðs úr hlaði fyrir janúar til mars 2020.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar íþrótta- og tómstundahreyfingunni fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum og hvetur alla til áframhaldandi góðra verka.


Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020.